Jafnrétti kynja í landbúnaði

Nú eru erfiðir tímar framundan hjá bændum, þá sérstaklega sauðfjárbændum. Aðfanga verð hefur hækkað gríðarlega sem dæmi kostar heyrúllan núna um 8500 kr. fljótt að teljast saman í háar fjárhæðir þegar verið er að heyja allt upp í þúsund stykki. Við sem stundum sauðfjárbúskap hugsum okkur ábyggilega flest vel um hvort eigi að draga saman seglin og fella allt fé og selja heyforðann eða hvort við reyrum sultarólina og tökum árslaunin okkar og ef við erum heppin að koma út á núlli.
Á stundum sem þessum er líka vert að skoða annan og að mínu mati ekki síðri þátt landbúnaðarins, þ.e. jafnrétti kynjanna. Ég gegni formennsku í grasrótarhreyfingu kvenna sem búa í dreifbýli og stunda búskap af einhverju tagi. Ég hef því þann starfa að kanna og vita hvernig jafnréttismálum er hagað útí dreifbýlinu. Því miður eru við landbúnaðarkonur langt, langt, langt á eftir kynsystrum okkar í þéttbýlinu. Það eru fjölmörg dæmi þess að konur stundi mikla og erfiða líkamlega vinnu á búum sínum án þess að vera á launaskrá. Þessar sömu konur eru jafnvel ekki skráðar í búnaðarfélög (sem eru stéttafélög okkar bænda og eiga öll aðild að Bændasamtökum Íslands) og í flestum tilfellum eru eignir og fyrirtækið (búskapurinn) skráður á nafn eiginmannsins.
Ég hef fengið mörg ljót dæmi inn á borð til mín. Jafnvel svo ljót að maður hélt að í nútíma þjóðfélagi ætti slíkt ekki að geta gerst, þetta væru einfaldlega mannréttindabrot af grófustu gerð. Ég nefni sem dæmi konu eina sem hafði búið með manni sínum í 8 ár. Þau byrjuðu með tvær hendur tómar á jörð foreldra hans. Þau unnu mikið og komu sér upp góðu fjárbúi, hún vann á búinu og hann vann með búskapnum og þannig var það látið ganga. Þau fundu sér ekki tíma til barneigna strax enda ung og áttu tíman fyrir sér og ekki fannst þeim heldur þörf á því að láta blessa sambandið. Þannig að þau bjuggu í óvígðri sambúð. Þau spöruðu sér annað búnaðarfélagsgjaldið og höfðu því hana ekki skráða í búnaðarfélag, aðeins hann. Þau reiknuðu ekki laun á hana enda væri hún að efla eignir sínar og óþarft að vera með vesen tengdum reiknuðum launum. Innleggið var líka allt á hans nafni enda hafði hann átt nokkur ærgildi þegar þau hófu búskap og þegar fleiri voru keypt þá var allt eins gott að hafa þau öll á sama nafni. Kona þessi vissi einfaldlega ekki betur, hún elskaði mann sinn og treysti því að þetta væri gott og gilt allt saman.
Þessi hjónaleysi skildu svo að átta árum liðnum, barnlaus og ógift. Hún gekk út með fötin sín í ferðatösku og 2000 krónur í vasanum og var það eina sem hún uppskar af áttaára erfiðis vinnu. Á pappírum átti hún ekkert og var með engin réttindi. Ég benti þessari konu á að fá sér góðan lögfræðing og krefja mann sinn um vinnukonulaun og laun fyrir vinnu sína við búskapinn. Hún þorði það ekki, hún var brotin manneskja og átti ekkert og vildi bara byrja upp á nýtt fjarri honum.
Þetta er því miður að gerast á Íslandi í dag.

Önnur dæmisaga.
Hringt var á heimili í sveit og talað við bóndann sem í þessu tilfelli var kona. Það var verið að afla upplýsingum í íbúatal fyrir viðkomandi svæði og var kona þessi spurð hvað hún starfaði við. Hún sagðist vera bóndi, viðkomandi varð hálfklumsa í símann og sagði svo já en þú hlýtur að hafa líka einhver áhugamál sem þú starfar við. Konan skildi ekki alveg spurninguna en sagðist jú hafa mjög gaman af handverki og starfaði, á milli mjalta, 2 daga í mánuði í sameignar handverkshúsi í sveitinni. Viðkomandi þakkaði fyrir sig og kvaddi. Þegar íbúatalið kom út var eiginmaður þessara konu titlaður bóndi (sem hann vissulega var) en undir starfsheiti hennar stóð handverkskona.
 
Ein önnur dæmisaga.
Barn hjóna í sveit var að gera verkefni um fjölskyldu sína. Þar átti að skilgreina hverjir væru í fjölskyldunni og hvað þeir störfuðu við. Barnið sagði að pabbi sinn héti Jón og væri bifvélavirki og ynni við það á verkstæði í þéttbýliskjarnanum nálægt sveitabæ þessum. Barnið sagði að bróðir sinn héti Guðmundur og væri á leikskóla hluta úr degi, svo kom að móðurinni, barnið sagði að mamma sín héti Guðrún og hún væri bóndi hún ynni í fjárhúsinu og í fjósinu.
Verkefnin voru svo hengd upp til sýnis og foreldrum boðið að koma og skoða. Bóndi þessi, þ.e. Guðrún móðir barnsins, varð fyrir töluverðu háði þar sem barnið hafði kallað hana bónda í verkefninu (sem var þó vissulega starfsheiti hennar). M.a var hún spurð að því hvort þetta væri nýja heitið á að vera heima vinnandi húsmóðir. Þessi kona var búfræði menntuð og vann við grein sína. Henni fannst ekkert að því að vera heima vinnandi húsmóðir en hún væri ekki slík. Hún kæmi börnum sínum í skóla og leikskóla að morgni svo hún gæti haldið til vinnu sinnar á búinu. Hún sagði mér að hún væri reglulega spurð að því út í samfélaginu hvort hún ætlaði ekki að fara að fá sér vinnu eða hvort hún væri "bara" heima ennþá.

Það er deginum ljósara að konur í dreifbýli eru þjóðfélagþegnar með sjálfstæð réttindi og við hreinlega neitum því að láta fara með okkur sem annars flokks borgara. Karen Serres er formaður nefndar um málefni bændakvenna í Alþjóðasamtökum búvöruframleiðenda (IFAP) og gaf hún út ákall til stjórnvalda og almennings um að virða þau réttindi sem konur í dreifbýli krefjast. En þar á meðal segir:

"Það er réttur kvenna að taka þátt í ákvarðanatöku og í starfi bændasamtaka. Það er mikilvægt að konur í hópi bænda taki þátt í stefnumótun bændasamtaka til að tryggja að tekið sé tillit til hagsmuna þeirra.

Það er réttur kvenna að starfa í landbúnaði. Það skortir enn á réttmæta viðurkenningu á vinnuframlagi kvenna í landbúnaði víða um heim. Vinnuþrælkun kvenna viðgengst, sem og lægri laun fyrir sömu störf og hæfileika. Í sumum tilvikum er aðeins litið á þær sem eiginkonur bænda án sjálfstæðrar stöðu.

Það er réttur dreifbýliskvenna að stunda viðskipti, þau geta stuðlað að bættum hag bændafjölskyldna. Konur sem eru bændur þurfa að geta nýtt sér þau réttindi til fulls.

Réttindi til aðgangs að náttúruauðlindum. Aðgangur að og stjórn á landi og vatni opna leiðina fyrir aukna framleiðni og sjálfbæra þróun landbúnaðar. Eignarhald á landi auðvelda einnig aðgang að fjármagni."

Við konur í landbúnaði eigum langt í land en við berjumst áfram. Við eigum orðin okkar dag sem er 15 október ár hvert. Á þeim degi sameinumst við tökum okkar kvennafrí og förum yfir stöðu okkar. Vonandi getum við í ár vakið meiri athygli á kjörum okkar og fengið almenning og stjórn Bændasamtaka Íslands til að taka meiri tillit til réttar okkar kvenna sem störfum í landbúnaði.
Lifið heil


Bændur fyrr og nú

Halla Rut bloggari og frjálslynd kona kom við á hinu blogginu mínu og gróf þar upp gamla færslu frá mér frá 2006 um bændur og sölu afurða þeirra. Þar tala ég um í kaldhæðni að margir bændur séu  að gera sig að aulum samtímans. Ég stend enn í dag við þessi orð mín frá 2006 en þar sem ég þroskast vonandi aðeins og vitkast með árunum þá hef ég komist að því að margir bændur eru einmitt á sömu skoðun og ég sjálf og vilja vinna afurðir sínar sjálfir í það minnsta eiga kost á því ef svo ber undir og margir bændur hafa þegar hafist handa. Ég var svo heppin að koma inn á lokasprettinum við stofnun félags sem ber nafnið Beint Frá Býli. Þetta félag er hagsmunafélag bænda sem vilja framleiða vöru sína frá A-Ö og berst það m.a fyrir því að einfalda löggjöf varðandi heimavinnslu og sölu afurða. Ef vel tekst til þá geta bændur með mun einfaldari hætti en nú virðisaukið vöru sína sjálfir og þar með aukið samkeppni sér og neytendum til hagsbóta. Ég læt færsluna frá 2006 fylgja hér með.

föstudagur, mars 31, 2006

Bændur eru þeir aular samtímans?

Í dag er allt til, ungt fólk getur orðið allt sem hugurinn girnist. En er hægt að verða bóndi? Skoðum það aðeins nánar. Ef ungur einstaklingur ákveður að verða bóndi í dag þá þarf hann fyrst að kaupa sér jörð. Þegar því er lokið þarf hann að kaupa sér kvóta (gefum okkur að hann kaupi húsakost með jörðinni), því næst þarf hann að verða sér út um bústofn og þegar þessu er öllu lokið þá getur hann farið að framleiða. Hann stritar í sveita síns andlits og hefur mikinn metnað. Hann fylgist vel með nýungum og prófar ýmislegt í þeim efnum til að framleiða betra kjöt og mjólk en nágranninn. Hann reiknar nákvæmlega út hversu mikið hann þarf að bera á túnin sín, hann ræður fólk í fjallagrasa tínslu til að bæta við heyið svo mjólkin verði heilnæmari, hann sérræktar upp tún með jurtum eins og refsmára og vallafoxgrasi, hann hefur grænfóðursakur sem hann velur í jurtir sem hann telur að séu betri en aðrar. Hann leggur mikla vinnu og kostnað í býlið sitt allt til þess að verða með sem besta markaðsvöru. En svo kemur að því að mjólkurbíllinn kemur til að hirða mjólkina og hvað gerist þá ?nei því miður væni, þín mjólk er ekkert merkilegri en mjólk nágrannans, þú hefur ekkert val, þú getur ekki selt mjólkina þína neitt annað og þú getur vissulega ekki selt hana sjálfur eða markaðssett hana sjálfur, sorry félagi!? Sama saga endurtekur sig þegar kemur að slátrun. Dilkarnir hans eru teknir og slátrað og svo eru afurðirnar skornar niður og allir skrokkar settir í eins pakkningar og engin leið fyrir kúnnann að kaupa af þessu metnaðarfulla bónda.

Allstaðar annarsstaðar í þjóðfélaginu er samkeppni. Hún þykir af hinu góða. Fyrirtæki leggja meiri metnað til að vera með aðeins betri vöru en hitt fyrirtækið sem býður sambærilega vöru. En í bændastéttinni ríkir einn fyrir alla og allir fyrir einn, eða svo gott sem. Ég hef frábæra hugmynd af markaðssetningu kindakjöts, ég vil ekki deila hugmynd minni með neinum öðrum því ég vil náttúrulega geta notið góðs af því að hafa lagt vinnu mína og tíma í að þróa þessa hugmynd. Einnig þróa ég vöruna eftir markaðshugmyndinni. En svo kemur babb í bátinn ég má ekki vinna vöruna mína sjálf þ.e. ég má ekki slátra sjálf og pakka kjötinu mínu og selt það svo til þess markaðar sem ég hef sjálf kosið að senda vöruna mína á. Það bara má ekki! Þannig að öll sú vinna sem ég hafði lagt í að þróa vöruna væri fyrir bí og markaðshugmyndin væri ónýt. Það versta er að bændum samtímans virðist standa á sama. ?Já já það er fínt að fá beingreiðslur frá ríkinu og í staðinn setja mjólkina mína með allri annarri mjólk á landinu og láta svo stórfyrirtæki sjá um að búa til og markaðssetja vöru, úr mjólkinni, og hirða svo náttúrulega allan gróðann líka. Pabbi gerði þetta og afi og það hefur virkað í öll þessi ár, best að vera ekkert að breyta út af vananum.? Væri ekki frekar ráð að mega framleiða sína eigin vöru, markaðssetja hana sjálfur og fá svo gróðann líka? Nota þann pening sem færi í kvótaverð í að markaðsetja vöruna? Vera sinn eigin gæfu smiður ekki sigla bara þann lygna sjó sem einkennir landbúnað Íslands í dag? Haldið að vínbændur í Napadalnum væru ánægðir með það að það kæmi bara vínbíll tvisvar í viku og safnaði saman öllu víni í Kaliforníu og keyrði til fyrirtækis sem borgaði öllum vínbændum sama verð á lítrann og stór græddi svo sjálft á því að selja dýr kaliforníu vín út allan heim? Alveg sama hversu mikinn metnað eða lítinn viðkomandi bóndi legði í sína framleiðslu?

Þetta ástand í Íslenskum landbúnaði er náttúrulega bara fáránlegt. Ef ungur maður yrði bóndi í dag hefði hann nánast ekkert um það að segja hvort hann geti stórgrætt á því eður ei. Hann verður áskrifandi á laununum sínum frá íslenska ríkinu og hefur sama sem ekkert um það að segja hvað verður um framleiðsluna sína. Halda þeir sem halda um stjórnartaumana að þetta sé aðlaðandi starfsumhverfi fyrir íslenskt ungmenni? Langar fólki að verða bóndi og að strita til að aðrir geti grætt á afurðunum þeirra?
Eru bændur ekki bara að láta fífla sig? Eru þeir ekki bara aular samtímans? Ég held það.

Lifið heil

Reykjavík, Reykjavík, Reykja-vík

Stal þessu stór góða lagi af blogginu hennar Önnu frænku. Skil ekki margt í textanum en viðlagið er þó mér auðskilið Cool. Þetta er víst lag frá árinu 2000 og spurning hvort mömmur 2000-barna kannist ekki við húfuna sem unga konan ber?

 

Smá afþreying í gubbupestinni sem geysar hér Sick ....

Annars á minn ástkæri stóri bróðir afmæli í dag heila 29 vetra!! Til hamingju með daginn Konnsinn minnWizard


Konur í landbúnaði

Konur í landbúnaði þurfa að standa saman það er nokkuð ljóst. Ástæður þessa eru fjölmargar en má þó helst nefna að núna þegar hriggtir í stoðum landbúnaðarins í heild er samstaða nauðsyn. Við konur eru ansi máttugar, við erum fróðar og í mörgum tilfellum stjórnum við á bak við tjöldin. Nú er hins vegar tími til komin að koma fram fyrir tjöldin og taka höndum saman. Okkar eigin hagsmunafélag Bændasamtökin hafa gert margt gott fyrir bændur en nú á verðandi "sultar" tímum vilja þeir ekki af okkur konum vita. Það er eins og karlasamfélagið taki sig saman og segi "nú eru þið stelpurnar búnar að fá að leika ykkur nóg, nú er tíðin bara þannig að það er ekkert rúm fyrir leiki. Nú þurfa karlmennirnir að sinna málunum".  Þeir eiga auðvita að taka okkur með, við bændur hvers kyn sem við erum þurfum öll að standa saman. Við þurfum að úthugsa nýjar og ódýrari leiðir til að framleiða vöruna okkar. Við þurfum að finna upp á hvernig við getum sjálf skapað hér heima þær afurðir sem við höfum flutt inn eins og t.d. áburð. Nú er nefnilega tími til að sýna samstöðu Íslendingum öllum til hagnaðar, ekki fyrir karlpening að berja sér á brjóst og segja "víkið frá konur nú þurfa mennirnir að ræða saman"!

Ég hef áður minnst á það hér að staða kvenna í stétt bænda er því miður bágborin. Við erum langt á eftir! Sem betur fer með miklum dugnaði góðra kvenna t.d. Sigríðar Bragadóttur á Síreksstöðum, Ágústu á Refstað og fleiri dugmikilla kvenna hefur margt gott unnist. Sigríður t.d. vann þann sigur á sínum tíma að gera Bændasamtökum Íslands það ljóst að kvennafélag sem hefði þann tilgang að styrkja konur til að starfa fyrir sitt stéttafélag (B.Í) væri nauðsyn. En í dag virðist þeir hafa gleymt því, þeir hafa um annað að hugsa strákarnir. Við konur erum samt enn hér og við látum ekki þagga niður í okkur, þeir skulu sjá okkur og heyra og taka tillit til þess sem við höfum að segja, bændum til heilla, Íslendingum til heilla!

Hugafars breyting er þörf, ekki bara hjá körlum líka hjá konum. Ég þekki fullt af konum sem segja "konur eiga ekkert að vera vasast í þessum félagsmálum" og sumar segja líka "það er ekki körlunum að kenna að konur séu ekki fleiri í félagsmálum, stjórnum og ráðum". Ég skil þetta sjónarmið mjög vel, ég var ein þessara kvenna. Svo opnuðust augu mín, og betur og betur sé ég að þótt það sé ekki körlum að "kenna" að hlutfall kvenna sé ekki hærra í nefndum og ráðum þá er það jú bara einu sinni svo að karlarnir eru heldur ekki að greiða leið kvenna. Þvert á móti setja þeir oftar en ekki steina í götu kvenna þannig að þær konur sem ná loks frama á þessu sviði hafa gengið grýtta leið og unnið oft tvöfalt meiri vinnu en karl í sömu aðstöðu. Ég er ekki á því að við eigum að hafa jákvæða mismunun ég tel að ávalt skuli vera valið hæfasta fólkið. Ég veit hins vegar að það er ekki gert í dag því ég hef oft séð gengið fram hjá frambærilegum og oft hæfari umsækjanda/frambjóðanda bara vegna þess eins að viðkomandi hafði ekki tippi!
Breytum þessu, tökum höndum saman konur, karlar af öllum stéttum og látum ekki valta yfir fólk bara vegna þess eins að það er ekki af réttu kyni!
Lifið heil


Lítið að frétta

Jæja páskar flognir hjá með tilheyrandi áti og ofáti. Þeir lögðust vel í mig og mína og naut P1002881fjölskyldan samvista, allt samkvæmt bókinni. Lítið er svo sem að frétta úr sveitinni þessa dagana við bíðum eftir vorinu sem rak inn nefið rétt fyrir páska og fór svo aftur og skellti á eftir sér. Vorverkin ljúfu sem tilheyra sveitastörfunum eru í startholunum og klæja alla í puttana að taka til hendinni við skítmokstur, útsáningu, skítadreifingu, rúningu, trjáklippingar, sauðburð o.fl o.fl. Læt hér fylgja mynd frá síðasta vori þegar kýrnar voru setta út í fyrsta skiptið.

Frumburðurinn átti afmæli í gær og varð heila átta vetra og var því þjóðarréttur og uppáhaldsmaturIMG00121hans hér í kvöldmat í gær s.s. pylsur með remúlaði! Svo er bara stefnt á tvær afmælisveislur sú fyrri á föstudag með 11 villtum, sjö og átta ára, peyjum og svo á sunnudag með stórfjölskyldunni.
Allt saman stór skemmtilegt.
Hann fékk margt góðra gjafa sá stutti og er þar helst að nefna nýjan reiðhjálm og húfu frá ömmunni og afanum hinu megin því hundurinn sálugi át gamla hjálminn sem hann fékk í fyrra og nú er komið hross sem er ætlað honum og þá verður hann að sjálfsögðu að vera almennilega húfaður drengurinn. Við foreldrarnir gáfum honum nýtt reiðhjól en það gamla var orðið ansi smátt enda var hann 4 ára þegar hann eignaðist það. Amman og afinn á Borgum gáfu svo Barcilonabúning beint frá Tenerife. 

 


Af öðrum bloggum

448_beljaVar að lesa bloggfærslu þekkts bloggara Ólínu Þorvarðardóttur þar er hún að gagnrýna nýju mjólkurauglýsinguna. Gott og vel, sitt sýnist hverjum, mér persónulega finnst hún mjög skemmtileg og fyndin. Ólína gagnrýnir jafnframt mjólkuriðnaðinn og heldur hún því fram að mjólk sé ekki bara vond heldur jafnfram óholl af því að hún er unninn, þ.e. fitusprengt og gerilsneydd. Svo klikkir hún öllu út í kommentum hjá sér þegar hún heldur því fram ekki bara einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum fram að heimalningar þrífist ekki og deyi ef þeir fá bara fernumjólk. Þarna fannst mér fullyrðingasemi Ólínu fara yfir öll mörk því þetta er einfaldlega lygi! Það vita bændur að vissulega fá heimalningar flestir skitu af fernumjólk en þeir deyja yfirleitt ekki. Ef þeir drepast þá eru það yfirleitt samþætting margra þátta sem leiða til dauða og er fæðinu ekki að öllu leyti um að kenna þar. Mér finnst það varhugavert að vera með fullyrðingar um hluti sem ekki er fótur fyrir. Vissulega er mjólkin unnin töluvert en er það í upphafi gert vegna kröfu neytanda. Geymsluþol mjólkur er aukið með gerilsneyðingu og fitusprengingu, einnig er óæskilegum gerlum eytt með gerilsneyðingu. Ég er reyndar alfarið með því að við ættum að geta keypt og selt mjólk sem er ógerilsneydd, nú þegar er hægt að kaupa gerilsnauða, ófitusprengda mjólk í búðum, ég tel samt sem áður að varlega þurfi að stíga til jarðar þar vegna þess að því miður er til fullt af skussum í bændastétt líkt og í öðrum stéttum og sum kúabú ættu einfaldlega ekkert erindi í það að framleiða mjólk sem fer óunnin til neytanda. Einnig tel ég að hrámjólk ætti ekki að vera seld í stórmörkuðum heldur sem afurð beint frá bónda eða í heilsuverslunum því hrámjólk á ekki að blandast við aðrar mjólkurafurðir.

Neysla mjólkur hefur legið undir ámælum hjá mörgum. Fólk telur að mjólkuróþol og annað sé hvergi meira en á vesturlöndum, líka er sagt að þrátt fyrir mjólkurneyslu sé beinþynning samt sem áður mikil. Gott og vel en það ber líka að tala um þetta í samhengi. Vesturlandabúar drekka ómælt magn af gosdrykkjum sykruðum jafnt sem gerfisæddum einnig er mataræði okkar mikið unnið og oft á tíðum mjög einhæft. Samt þrátt fyrir allt þetta er líftími fólks á vesturlöndum mun lengri en fólks í Asíu- og Afríkulöndum. Ég tel ef fólk taki út gosdrykki og hefji meiri neyslu á mjólk í staðin þá hljótist ekkert nema gott af og ég þekki fullt af læknum og tannlæknum sem eru mér fyllilega sammála þar.

Megin punktur minn var samt sem áður að við sem ritum hugsanir okkar á veraldavef ættum að forðast fullyrðingasemi sem er ekki mikill fótur fyrir, við vitum jú aldrei hverjir það eru sem lesa.
Lifið heil


Utanlandsferðir

Fékk símtal í gær frá góð vinkonu minni og stéttsystur, sauðfjárbónda í kolbeinstaðahrepp. Hún sagði einfaldlega "hæ langar þig að koma með mér til Ítalíu?" og ég svaraði stutt og laggott "já takk!" Nú er eiginmaðurinn skúffaður og segist ætla á októberfest með frændanum og félaganum af næsta bæ svo ég geti ekki farið til Ítalíu. Ég hlæ bara og segi honum að við herðum bara sultarólina svolítið meira og förum hvort tveggja í sitt hvor lagi (stefnir í óefni í hjónabandinu, alltaf aðskilin??!!) Svo stefni ég á ráðstefnu og námsferð í nóvember til Danmerkur með kerlunum mínum í Lifandi landbúnaði líkt og fyrra svo nóg verður af ferðalögum. Kannski við fjölskyldan skellum okkur líka í smá rúnt innanlands í sumar með eðalhýsið í rassgatinu og eltum gula fíflið til að sleikja það af áfergju sem þekkist hvergi annarsstaðar en á Íslandi. Svona til að vera með í eyðslufylliríinu rétt áður því líkur með tilheyrandi þynnku. (Kannski er ég of sein og neyðist til að fara með fermingartjaldið upp á afrétt og grilla pulsur og fisk líkt og í fyrra !!)

Eiginmaðurinn heldur svo á morgun í höfuðstað til að láta laga sjónina sem hefur verið með verra móti síðustu 25 ár. Er því mikil tilhlökkun og spenningur fyrir því hjá öllum á heimilinu og sagði skottan "pabbi minn ætlar að fá ný augu hjá lækninum" þegar hún mætti í leikskólann í morgun. Það verður undarlegt að fá aldrei að sjá hann framar með gleraugu og er ég ekki frá því að ég muni sakna þeirra pínulítið enda finnst mér það fara honum svo vel að bera þau. Hann fær sér bara töff sólgleraugu í staðinn svo ég geti haldið áfram að falla í stafi yfir fegurð hans og myndugleika.


Námskeiðahald

Jæja jæja þá hef ég loksins lokið námskeiðsgerð minni fyrir Lifandi landbúnað. Allt komið á diska 125 talsins og tilbúið til afhendingar til lykilkvenna um land allt. Nú þegar hafa 80 konur skráð sig og vona ég að þegar skráningu líkur hafi verið slegið þátttökumetið frá því í fyrra. Viðskiptahugmynda vinnsla varð fyrir valinu þetta misserið enda mjög margar sem vildu fá slíkt námskeið í beinu framhaldi námskeiðanna í fyrra sem voru "ferðaþjónusta í landbúnaði" og "heimasala og vinnsla afurða" . Ég hef því setið sveitt við að búa til viðskiptaáætlunar líkan, markaðsáætlunar líkan, fjalla um tryggingar og auglýsingar og safna saman upplýsingum um form fyrirtækja, laga og fleira því tengt. Þegar uppi er staðið held ég að þetta sé nokkuð heildstæður pakki sem vonandi fellur í kramið hjá félagskonum mínum.
Sunnudagurinn fer svo í lítinn lykilkvenna"skóla" þar sem við lykilkonur af vesturlandi og ein af suðurlandi ætlum að hittast og fara yfir námsefnið og bera saman brækur okkar, líkt og karlinn sagði forðum LoL. Allt saman spennandi og skemmtilegt.

Ég brá undir mig betri fætinum síðasta föstudag og flaug austur á Egilsstaði þaðan fór ég með fjallabíl upp á fjöll nánar tiltekið á Möðrudal. Þar var stofnfundur samtaka sem bera nafnið Beint frá býli, hægt er að nálgast upplýsingar um þau góðu samtök hér. Þetta var fundur hinn ágætasti og ber ég miklar vonir við nýstofnað félag og vona svo sannarlega að það verður langlíft og reynist félagsmönnum sínum vel.
Lifið heil


Bestu heimavarnirnar

Það er ábyggilegt að bestu heimavarnir hverrar þjóðar að hafa landbúnað og sjávarútveg. Við búum svo vel á Íslandi að hafa bæði góðan sjávarútveg (sem þó núna stendur svo sannarlega á tímamótum, en það er allt önnur umræða) og landbúnað. Við þurfum að gæta auðlinda okkar, við erum eyland og matvælavinnsla eru bestu heimavarnir okkar ef í harðbakka slær. Ég er sammála Álftanesbóndanum að taka mið af heimsmyndinni og hætta þessum tittlingaskít sem verið hefur í garð sjávarútvegs og landbúnaðar fólks á Íslandi. 
mbl.is Hlutverk landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisvæðingin í allri sinni ódýrð

Það svarar engum kostnaði að halda hinum dreifðu byggðum landsins í byggð. Ég legg til að við leggjum landsbyggðina niður í eitt skipti fyrir öll stutt og laggott einsog að rífa plástur af sári. Það er trúlega sársauka minna fyrir okkur dreifbýlislýðinn en að smá drepa okkur með svona aðgerðum. Ég vona að Íslandspóstur skammi sín og sjái sóma sinn í því að halda þjónustu sinni óskertri.


mbl.is Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband