Græðgisvæðingin í allri sinni ódýrð

Það svarar engum kostnaði að halda hinum dreifðu byggðum landsins í byggð. Ég legg til að við leggjum landsbyggðina niður í eitt skipti fyrir öll stutt og laggott einsog að rífa plástur af sári. Það er trúlega sársauka minna fyrir okkur dreifbýlislýðinn en að smá drepa okkur með svona aðgerðum. Ég vona að Íslandspóstur skammi sín og sjái sóma sinn í því að halda þjónustu sinni óskertri.


mbl.is Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

´Já hvaða máli skiptir það hvort ég fái póstinn minn 3 eða 5 sinnum í viku?? Ég get sent þessa spurningu til baka á þig Jón Bjarni, hvaða máli myndi það skipta þig að fá póstinn þinn alla virka daga eða bara þrjá daga vikunar?

Íslandspóstur er því miður einkarekið fyrirtæki (ég segi því miður því mér finnst póstþjónusta eigi að vera ríkisrekið batterí) og sem slíkt horfir það vissulega í kostnaðartölur. En þegar fákeppni ríkir þá verður fyrirtæki sem sinnir svona mikilvægri þjónustu sem Íslandspóstur gerir að sjá sóma sinn í því að veita öllum sömu þjónustu hvar sem þeir eru á landinu. Ég get ekki skilið að það séu ómerkilegri póstur sem fer til þessa 45 einstaklinga sem fá nú þjónustu sína skerta en fólks annarsstaðar á landinu. Plús þá búa þessir sömu einstaklingar ekki við netþjónustu og geta því ekki lesið fréttir og annað á netinu. En þér finnst það Jón Bjarni trúlega jafn léttvægt og fá póst sendan aðeins 3 daga vikunar.

Ólöf María Brynjarsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

P.s. þá bý ég svo nálægt þéttbýlinu að ég fæ minn póst alla virka daga vikunar.

Ólöf María Brynjarsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:40

3 identicon

Heil og sæl, Ólöf María og aðrir skrifarar !

Reit á síðu mína; einmitt í gær, um þessa aumlegu stofnum Póst- og fjarskipta, líka sem Íslandspóst, t.d., um dreifinguna, millum Króksfjarðarness

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:17

4 identicon

og Patreksfjarðar.

Hertu upp hugann; Ólöf mín. Ekki er öll nótt úti enn, kvað draugurinn forðum.

(Afsakaðu, var full fljótur á lykla borðinu, átti að vera í einni færzlu)

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þegar farið er út í einkavæðingu þá er oft bent á að þjónustuskerðing komi í kjölfarið og í rauninni hefur ríkisvaldið ekki siðferðilegan rétt til að selja sameign uppá það að sumir þurfi að sæta freklegir þjónustuskerðingu þess vegna. Mér finnst ekkert í lagi við að fá póst þrisvar sinnum í viku. Okkur hér á Álftanesinu finnst nógu fúlt þegar fundarboð og fleira berst eftir að viðburðurinn er afstaðinn, en það kemur fyrir þótt við fáum póstinn fimm sinnum í viku.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.3.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband