Þjóðlegt-Val í körfu

Þjóðlegt nesti er í boði og allt framleitt hérna heima á Ferjubakka.
Við erum með í álegg; hangikjöt af veturgömlum sauð (heimareykt), reyktan silung veiddan í Hvíta (af okkur fjölskyldunni), rúllupylsu af heimafengnu kjöti (þó ekki heimaslátruðu), kæfu gerða úr heimafengnu kjöti, tómata og gúrkur al íslenskt framleitt í héraðinu. Íslenskt-smjör.

Við erum með í brauði: Flatkökur heimabakaðar eftir gamalli fjölskyldu uppskrift. Skonsur (einnig fjölskyldu uppskrift), afabrauð (hveitibrauð með lyftidufti) sem er gamalt sveitabrauð og föðuramma mín kallaði alltaf í mín eyru afabrauð en heitir í raun allt annað en ég ákvað að halda þessu nafni enda mér kært. Heilsubrauð (val bakarans hverju sinni). Rúgbrauð líka bakað eftir gamalli uppskrift úr fjölskyldunni.

Við erum með í sætabrauði: Hjónabandssælu mömmu (fjölsk. uppskr.), skúffuköku með kókosmjöli, jólaköku, og rúsínan pylsuendanum er ástarpungar einsog móðuramma mín gerði þá og var fræg fyrir innan fjölskyldunnar.

Hægt er að panta kaffi og eða heitt súkkulaði með í nestiskörfunum.

Hægt er að panta körfur sem þarf að skila að nestisferð lokinni, eða pakka og þá þarf engu að skila en er þá ekki með hnífapör, diskar eða drykkjaföng.

Hægt er að velja sjálfur í pakka/körfur en líka er hægt að fá fyrirfram samansettar körfur. Má þar nefna Bændakörfu, rómantískakörfu, fjölskyldukörfu, heilsukörfu og fleira.

allar upplýsingar og pantanir er hægt að nálgast á ferjubakki2@emax.is og í síma 860-1080.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Komdu sæl Ólöf María.

Ég var að lesa pistlana þína og kynna mér framtakið á Ferjubakka 2. Ég óska þér til hamingju og vona að allar þínar körfur gangi vel í landsmenn. 

Bestu kveðjur í gömlu sveitina mína, eva

Eva Benjamínsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Mér finnst þetta æðislegt Olla mín :) Ég kem sko í sumar ef að ég fæ einhvern í heimsókn, svo er ekki langt fyrir mann að fara í heyskapnum ef fólk er orðið svangt:)

Margrét Hildur Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband