Hætt við að fari líkt og með matvælaskattinn

Ekki það að ég styðji það eindregið að skattar á bensíni lækki þá er ég ansi hrædd um að olíufélögin væru fljót að éta þá skattalækkun upp líkt og hefur gerst með virðisaukalækkunina á matvælum á síðasta ári. Þeir þykjast þurfa að hækka verð núna vegna veikingu krónunnar, hvað með lækkun þegar krónan var fáránlega sterk nánast allt síðasta ár?
Geri mér fulla grein fyrir að þessi olíuverðshækkun kemur við alla landsmenn en ég get þó ekki varist þeirri hugsun að fyrir okkur sem búum út á landi og allar vegalengdir eru óumflýjanlega lengri en í þéttbýlinu að þessar hækkanir hafi meiri áhrif hjá okkur. Sem dæmi þá keyri ég son minn til skóla og í tómstundir niður í Borgarnesi og keyri ég u.þ.b 32 km á dag. Svo keyrir maðurinn minn til vinnu líka á öðrum bíl (eigum og rekum tvo bíla líkt og aðrar vísitölufjölskyldur) og keyrir hann að meðaltali um 40 km á dag. Þannig á þessa fjölskyldu eru eknir um 72 km á dag! Er það því augljóst að bensín verð hefur mikil áhrif hér á bæ! 
mbl.is Þrýsta á lækkun eldsneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er eldsneyti orðið of hár hluti af kostnaði heimilanna og ekki síst úti á landi. Á mörgum bæjum yrði það mikil kjarabót ef það lækkaði, þótt ekki væri nema um kr. 10 á lítrann.

Borgfirðingurinn (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband