Lyktar einkennilega

Já ekki er frá því allt þetta mál við ljósmæður lykti hálf einkennilega og líkist sú lykt jafnvel skítafnyknum sem myndast yfir túnin mín að vori og hausti. Reyndar er sú skítalykt sem hér svífur yfir túnum merki um gróanda en því miður virðist ekki sú lykt sem svífur yfir ljósmæðrum þessa dagana ekki boða neitt annað en illa launaða erfiða vinnu. Ég sem kona sem hefur nýtt mér þjónustu ljósmóður alla vega þrisvar sinnum hef fulla samúð með kjaramálum þeirra líkt og hér hefur áður komið fram. Hinsvegar tel ég það að meina fólki að hlýða á fundi alþingis fyrir það eitt að starfa við ákveðin anga í heilbrigðisgeiranum lykti af allt öðru og minnir mig sú lykt á valdníðslu!

Ég myndi vilja sá ríkistjórn þessa annars ágæta lands okkar fara að beita sér fyrir einhverju uppbyggilegra en það sem þau standa nú fyrir. Ég tel að allt sé gott í hófi og held ég að sjálfstæðisflokkurinn sé komin langt yfir það hóf í stjórnarsetu. Ég vil sjá aðra beitta fyrir Íslenska dráttavagninum og vona með því fái ferskir vindar að blása um Íslenskt atvinnu- og þjóðlíf.
Lifið heil 


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Ólöf María !

Þakka þér; góða grein. Gleymum svo ekki; fyrirhugaðri aðför Haarde liðsins, að hagsmunum bænda, sem raunar; landsmanna allra, með hráa kjötmetis fáránleika innflutningnum.

Sjáum; hvað setur, Ólöf mín.

Með beztu kveðjum, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband