22.1.2008 | 17:52
Nýtt upphaf
Já stundum þarf maður að taka þátt í þjóðmála-umræðunni og hef ég svo sem gert það lengi á mínu persónulega bloggi en nú er komin tími til að vera meira "áberandi" og kem ég því til með að segja mínar skoðanir á opinberum málum hér en halda hinu blogginu sem fyrr fyrir mig og mína nánustu.
Ég sem skeiða nú fram á ritvöllinn er bóndi í Borgarfirði og sem slíkur hef ég mikinn áhuga á landbúnaðarmálum. Ég er einnig formaður grasrótarhreyfingarinnar Lifandi Landbúnaðar sem er samtök kvenna í landbúnaði. Ég hef verið "sökuð" um sterkar skoðanir og mun ég viðra þær hér þegar ég get og má vera að.
Ég vona að þið sem lesið munið hafa gaman að.
Lifið heil
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með að vera komin inn á aðalsvæðið
Kiddi Jói, 22.1.2008 kl. 19:05
Já takk fyrir það sjáum hvort þetta verður ekki bara gaman
Ólöf María Brynjarsdóttir, 22.1.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.