Allt ófært í Borgarfirði

Já það er víða ófært í morgunsárið. Hér í Borgarfirði hefur skólahaldi verið aflýst og ekki hefur fólk komist til vinnu. Hér sér ekki út úr augum vegna ofankomu og skafrennings. För foreldra minna frá Borgum og niður í Borgarnes tók yfir 50 mínútur leið sem tekur vanalega um 10 mínútur eru þau þó á breyttum og vel útbúnum jeppa (ekkert slyddu neitt bara 38"). Undir fjallinu er ekkert skyggni og hafa menn samt sem áður álpast af stað og sitja þar af leiðandi fastir, björgunarsveitin er víst þar nú að aðstoða menn.

Þorri minnir á sig og kemur með hvelli og er það viðeigandi við búum jú í landi þar sem náttúruöflin eru ríkjandi og gott að minna okkur á það, þrátt fyrir alla okkar tækni og tól, að sýna Þorra virðingu. Ég ætla alla vega að blóta þorra í kvöld og fagna komu hans enda er heyfang nóg hjá mér og útséð með það að ég þurfi ekki að þreyja þorra.
Lifið heil


mbl.is Viðvörun til vegfarenda enn í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Skrýtið hvað veturnir eru með misjöfnum hætti, við höfum yfirleitt farið upp í sumarbústað á veturna nokkuð reglubundið en fyrst við komust ekki fyrir jól, þá ætlum við ekki einu sinni að reyna í bili. Eins og það er samt fallegt á veturna líka, en Óli týndi veginum á leiðinni þegar hann fór einhvern tíma uppeftir í snjó og hringdi heim og spurði: Hvar er vegurinn? sem var mjög gild spurning og systur hans tókst að útskýra það nægjanlega til að hann gat haldið áfram

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.1.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Já þetta er eitthvað sem við upplifum næstum í hvert skipti sem snjóar . Var á leið á fund á Hvanneyri á síðasta fimmtudag og týndi þá einmitt veginum og fékk þess í stað "skemmtilega" skoðunarferð um skurði og móa og sat þar föst þar til tengdó kom og dró mig upp úr á traktornum .

Ólöf María Brynjarsdóttir, 26.1.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband