29.1.2008 | 12:21
Mokað undir
Já enn á ný heyri ég umræðu þar sem verið að tala um að ríkið moki undir rassgatið á bændum með auknum kostnaði fyrir hinn almenna íbúa. Það er nokkuð ljóst að við sem að landbúnaði stöndum þurfum að láta það heyrast betur að ríkið er ekki að gera bændum hærra undir höfði með þessu heldur neytandanum. Ríkið er að niðurgreiða landbúnaðarafurðir til neytenda með því að koma inn í ferlið með fjármagn áður en afurðin lendir á diski neytandans. Þannig að Íslenska ríkið er því að moka undir hinn almenna neytanda ekki bændur.
Landbúnaður er hverju sjálfstæðu ríki lífsnauðsynlegur. Það er vissulega auðsótt mál að flytja inn allar landbúnaðarafurðir og leggja þar með bændastéttina af. Jafnvel væru það eitthvað ódýrari afurðir? (Sem ég er reyndar fullviss um að svo sé ekki, hef búið erlendis það lengi að sambærileg vara og hérlendir bændur eru með á boðstólunum kostar töluvert meira erlendis hvað þá ef flutningskostnaður er lagður ofan á) Ok gefum okkur að við flytjum inn allar landbúnaðarafurðir. Svo kemur stríð, heimstyrjöld jafnvel eins og við þekkjum (þau okkar sem tóku eftir í sögutímum) að hafi ekki einu sinni heldur tvisvar riðið yfir á síðustu öld. Við erum eyland hvert sækjum við þá matinn okkar? Ætlum við kannski að leggjast á beit?
Landbúnaður er frumþörf hverrar þjóðar! Svo einfalt er það. Við megum ekki gefa meiri hagsmuni fyrir minni, við verðum að kynna okkur staðreyndir málsins áður en við förum að gaspra um hlutina á opinberum vetfangi.
Ég skora á ykkur öll sem þessi orð lesa að virkilega kynna ykkur hvað það er sem Íslenskur landbúnaður gerir fyrir okkur. Prófið bara að ímynda ykkur að lambakjötið sé Nýsjálenskt og búið að menga himinn og höf til að flytja það til okkar. Ímyndið ykkur að gúrkan, tómatarnir, paprikan og fleiri grænmetistegundir séu Hollensk og sé búið að menga himin og haf, jafnvel Hollenska akra líka til að færa okkur það. Ímyndið ykkur að nautakjötið ykkar sé stera-sýklalyfja-hormónakjöt frá bandaríkjunum þar sem ungnaut eru alin upp í mörg þúsund dýra hjörðum og gefin fullt af kemískum efnum með fóðrinu eins og stera, vaxtahormóna og sýklalyf því þar er það svo mikilvægt að þau vaxi sem hraðast og skili sem mestu á kílóið og þar sem dýrin eru í svo stórum hjörðum þá má eitt dýr alls ekki sýkjast og því hrúgað í þau öll sýklalyf. Ef við drepum landbúnaðinn þá drepum við okkur sjálf um leið og við þau orð stend ég!
Lifið heil
Athugasemdir
Magnað blogg, sammála þér að afar mörgu leiti. Mér hefur fundist leiðinlegt að lesa blogg margra um íslenskan landbúnað þarsem skín í gegn þekkingarleysi og fordómar. Gaman að lesa skrif einhvers sem augljóslega hefur vit á málinu
Bændur hafa allt of lengi einfaldlega ekki sagt neitt þegar það er hraunað yfir þá en nú reyndar virðist það vera að breytast. Með kröftugum formanni Bændasamtakanna Haraldi Benediktssyni sem bítur sko aldeilis frá sér er vonandi að þessi stétt fái þá virðingu sem hún á skilið.
Ég er bændasonur úr Vopnafirði.
Kári Gautason, 30.1.2008 kl. 19:41
Takk fyrir góð orð í minn garð . Já það er rétt að Haraldur hefur svo sannarlega breytt umræðunni um íslenskan landbúnað til hins betra en því miður höfum við bændur ekki verið nógu dugleg að láta rödd okkar heyrast út í þjóðfélagið. Ég vona svo sannarlega líka að við bændur fáum uppreisn æru og almenningur geri sér grein fyrir matvælaöryggi þjóðar vorar er einmitt í höndum bænda.
Á marga góða vini í Vopnafirði, gott fólk þar!
Ólöf María Brynjarsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.