31.1.2008 | 20:57
Sorgardagur
Það er nokkuð ljóst að ég þurfi nú að finna mér annan slátursleyfishafa til að slátra næsta haust fyrir mig. Samúð mín liggur hjá starfsfólki Borgarneskjötvara, hæft fólk allt saman. Hef margt fleira um þetta að segja en ætla kannski að róa mig aðeins fyrst og tjá mig um þetta síðar.
Lifið heil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl, Ólöf María og velkomin, í spjallvinahóp minn !
Þetta er enn eitt dæmið, um stjórnleysið, sem ábyrgðarleysið, sem felst í þessum tíðindum, frá Borgarnesi. Má þé einu gilda, hvort snýr að landbúnaði eða sjávarútvegi. Hugði; að Sparisjóður Mýrasýslu kannaði betur bakgrunn kaupandans, áður en lengra yrði haldið.
En,....... sléttgreiddir og stífpressaðir kapítalistarnir, suður í Reykjavík horfa á ''hagræðinguna'' og ''arðsemina'' sem jafnan.
Vona; að þið Vestlendingar sjáið til sólar, í þessu máli.
Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi (Hveragerði) Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:45
Takk sömuleiðis Óskar Helgi.
Já ætla mætti að heimamenn, sem sparisjóðsmenn eru svo sannarlega, hefðu unnið vinnu sína betur því þeir vita að uppsagnir heima í héraði sem þessar hafa áhrif og þótt svo við séum nálægt Reykjvík þá munar svo sannarlega um 13 stöður. Einnig kemur þetta sér sérstaklega illa fyrir bændur í hér í sýslunni því það er nokkuð ljóst að fluttningskostnaður mun stór aukast fyrir þá.
Ólöf María Brynjarsdóttir, 31.1.2008 kl. 21:55
Ætli það hafi nokkra skírskotun til stjórnmálaflokka að samfélag fólks er einskis virði á Íslandi nútímans.
Ísland í dag er reikningsdæmi viðskiptajöfra.
Árni Gunnarsson, 31.1.2008 kl. 23:51
Það þarf að fjármagna kaup á Sérfræðingum!
Skammsýnin og græðgin í að græða sjálfur í minn vasa strax sem virðist gilda hjá fólkinu sem fær einhver völd hér, er farin að valda venjulega fólkinu sem lætur annars sjaldan í sér heyra áhyggjum.
Látið þið í ykkur heyra! Hvað gerist ef maður er stilltur og tekur traðki þegjandi?!
KátaLína (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 02:42
Já sammála þér Árni, það er einsog samfélagið í heild skipti minnstu máli, einstaklingshyggjan virðist allsráðandi.
Ólöf María Brynjarsdóttir, 1.2.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.