8.2.2008 | 13:54
Það gustar um mann
Já enn einn stormurinn sækir í sig veðrið og ætlar að halda innreið sína til okkar. Í gær var ekki hundi út sigandi enda fékk fjórfætti vinur minn að finna fyrir því þegar hann gekk örna sinna út í hríðina. Dóttur mína þurfti að sækja á vinnuvél í leikskólann í gær því ekki var fært öðrum. Þótti erindrekanum í fjölskyldunni (AKA amma dreki) sú för það merkileg að til varð frétt sem prýddi fréttavef Skessuhornsins.
Nú er hann að byrja að blása og eikur það með hverjum klukkutímanum sem líður geri ég ráð fyrir að þetta veður verði það mesta sem um okkur hefur leikið hér enda aðstæður hinar bestu til að valda tjóni á mannvirkjum. Ég vona og bið að útihúsin standi þetta af sér enda ekki í önnur hús að vernda fyrir búpeninginn. Læt hér fylgja með mynd af gróðurhúsinu mínu og skjólveggnum tekin í vetrablíðu nú í janúar og vona að þau bæði standi einnig af sér goluna.
Miklar blikur á lofti hjá okkur bændum um þessar mundir, margar skoðanir sem ég hef á því en nenni eiginlega ómögulega að tjá mig um það núna. Vond veður sjúga úr manni allan kraft (eða allan kjaft!). Læt því staðar numið hér í dag.
Lifið heil
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.