27.2.2008 | 12:11
Neyslupartýið búið!
Neyslupartý Íslendinga virðist vera lokið í bili. Kannski ekki af hinu verra (þótt að það sé alltaf gott að vera með kýlda vömb á lúxus bíl og horfa á flatan skjá í ný innréttuðu húsi) því að ég tel að það sé gott fyrir alla að reyna að allt sé ekki falt. Stundum verðum við bara að neita okkur um hluti, horfa í það hvert peningarnir okkar fara og hætta að eyða um efni fram! Finnst hálf skuggaleg sú þróun sem verið hefur hér á landi að fólk sé með margar milljónir í neyslulán. Nú koma gildi foreldrana til góðra nota; sparaðu fyrir því ef þig langar í eitthvað!
Dagar ofhitnunar liðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, Ólöf María. Spurningin er bara hversu slæmir timburmennirnir verða?
Því miður held ég að ég spái þeim afar slæmum hjá einhverjum.
Árni Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.