8.3.2008 | 11:18
Námskeiðahald
Jæja jæja þá hef ég loksins lokið námskeiðsgerð minni fyrir Lifandi landbúnað. Allt komið á diska 125 talsins og tilbúið til afhendingar til lykilkvenna um land allt. Nú þegar hafa 80 konur skráð sig og vona ég að þegar skráningu líkur hafi verið slegið þátttökumetið frá því í fyrra. Viðskiptahugmynda vinnsla varð fyrir valinu þetta misserið enda mjög margar sem vildu fá slíkt námskeið í beinu framhaldi námskeiðanna í fyrra sem voru "ferðaþjónusta í landbúnaði" og "heimasala og vinnsla afurða" . Ég hef því setið sveitt við að búa til viðskiptaáætlunar líkan, markaðsáætlunar líkan, fjalla um tryggingar og auglýsingar og safna saman upplýsingum um form fyrirtækja, laga og fleira því tengt. Þegar uppi er staðið held ég að þetta sé nokkuð heildstæður pakki sem vonandi fellur í kramið hjá félagskonum mínum.
Sunnudagurinn fer svo í lítinn lykilkvenna"skóla" þar sem við lykilkonur af vesturlandi og ein af suðurlandi ætlum að hittast og fara yfir námsefnið og bera saman brækur okkar, líkt og karlinn sagði forðum . Allt saman spennandi og skemmtilegt.
Ég brá undir mig betri fætinum síðasta föstudag og flaug austur á Egilsstaði þaðan fór ég með fjallabíl upp á fjöll nánar tiltekið á Möðrudal. Þar var stofnfundur samtaka sem bera nafnið Beint frá býli, hægt er að nálgast upplýsingar um þau góðu samtök hér. Þetta var fundur hinn ágætasti og ber ég miklar vonir við nýstofnað félag og vona svo sannarlega að það verður langlíft og reynist félagsmönnum sínum vel.
Lifið heil
Athugasemdir
Til lukku með að vera búin með þetta allt saman, veit að það hefur tekið sinn toll.
Er hand viss um að námskeiðin slái í gegn og þetta verði allt hið besta mál.
Gangi þér vel áfram
bestu kveðjur
Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 08:41
Takk fyrir það systir góð. Þú ert sem fyrr minn besti stuðningsmaður
Ólöf María Brynjarsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:45
Það fellur alltaf í hlutverk einhvers að vera fan number 1
og ég tek hlutverki mínu með gleði og alvarleika um leið
Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.