17.3.2008 | 11:38
Af öðrum bloggum
Var að lesa bloggfærslu þekkts bloggara Ólínu Þorvarðardóttur þar er hún að gagnrýna nýju mjólkurauglýsinguna. Gott og vel, sitt sýnist hverjum, mér persónulega finnst hún mjög skemmtileg og fyndin. Ólína gagnrýnir jafnframt mjólkuriðnaðinn og heldur hún því fram að mjólk sé ekki bara vond heldur jafnfram óholl af því að hún er unninn, þ.e. fitusprengt og gerilsneydd. Svo klikkir hún öllu út í kommentum hjá sér þegar hún heldur því fram ekki bara einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum fram að heimalningar þrífist ekki og deyi ef þeir fá bara fernumjólk. Þarna fannst mér fullyrðingasemi Ólínu fara yfir öll mörk því þetta er einfaldlega lygi! Það vita bændur að vissulega fá heimalningar flestir skitu af fernumjólk en þeir deyja yfirleitt ekki. Ef þeir drepast þá eru það yfirleitt samþætting margra þátta sem leiða til dauða og er fæðinu ekki að öllu leyti um að kenna þar. Mér finnst það varhugavert að vera með fullyrðingar um hluti sem ekki er fótur fyrir. Vissulega er mjólkin unnin töluvert en er það í upphafi gert vegna kröfu neytanda. Geymsluþol mjólkur er aukið með gerilsneyðingu og fitusprengingu, einnig er óæskilegum gerlum eytt með gerilsneyðingu. Ég er reyndar alfarið með því að við ættum að geta keypt og selt mjólk sem er ógerilsneydd, nú þegar er hægt að kaupa gerilsnauða, ófitusprengda mjólk í búðum, ég tel samt sem áður að varlega þurfi að stíga til jarðar þar vegna þess að því miður er til fullt af skussum í bændastétt líkt og í öðrum stéttum og sum kúabú ættu einfaldlega ekkert erindi í það að framleiða mjólk sem fer óunnin til neytanda. Einnig tel ég að hrámjólk ætti ekki að vera seld í stórmörkuðum heldur sem afurð beint frá bónda eða í heilsuverslunum því hrámjólk á ekki að blandast við aðrar mjólkurafurðir.
Neysla mjólkur hefur legið undir ámælum hjá mörgum. Fólk telur að mjólkuróþol og annað sé hvergi meira en á vesturlöndum, líka er sagt að þrátt fyrir mjólkurneyslu sé beinþynning samt sem áður mikil. Gott og vel en það ber líka að tala um þetta í samhengi. Vesturlandabúar drekka ómælt magn af gosdrykkjum sykruðum jafnt sem gerfisæddum einnig er mataræði okkar mikið unnið og oft á tíðum mjög einhæft. Samt þrátt fyrir allt þetta er líftími fólks á vesturlöndum mun lengri en fólks í Asíu- og Afríkulöndum. Ég tel ef fólk taki út gosdrykki og hefji meiri neyslu á mjólk í staðin þá hljótist ekkert nema gott af og ég þekki fullt af læknum og tannlæknum sem eru mér fyllilega sammála þar.
Megin punktur minn var samt sem áður að við sem ritum hugsanir okkar á veraldavef ættum að forðast fullyrðingasemi sem er ekki mikill fótur fyrir, við vitum jú aldrei hverjir það eru sem lesa.
Lifið heil
Athugasemdir
Sammála þessu. Þessir "bændur" sem gáfu heimalingunum sínum "banvæna" fernumjólk eru greinilega búskussar og kunna ekki til verka. Ég benti henni á vissulega er heppilegra að gefa þeim mjólk beint úr kúnni eins og gert er á mínum heimili. En hvernig er það hjá þér, Færð þú mjólk hjá næsta kúabónda til að gefa þínum heimalingum eða lætur þú þá drekka banvæna fernu-mjólk ?
Skákfélagið Goðinn, 17.3.2008 kl. 11:49
Ég geri líkt og þú og gef þeim heimamjólk þar sem ég bý með tengdaforeldrum mínum sem halda kýr. En ég hef vissulega stundum þurft að gefa "banvæna" fernumjólk og er ein þeirra kinda hjá mér einna elst í hópnum og skilar frábærum afurðum hvert haust
Ólöf María Brynjarsdóttir, 17.3.2008 kl. 11:59
Talandi um fullyriðingasemi systir góð. Ég myndi fara varlega í að fullyrða að meðal líftími vesturlandabúa væri meiri en asíubúa. Þeir eru þektri fyrir að lifa ansi lengi þar eystra. Ég tek fram að ég þekki ekki nákvæmar tölur yfir þetta, en veit þó að íslendingar og japanir lifa álíka lengi (að meðaltali, japanir hafa smá yfirhönd þó) og erum hvorir um sig á toppnum í hvorri heimsálfunni.
Allavega, þá ættu þeir sem lifa í glerhúsum að forðast skyrslettingar, nema þeir eigi slöngu á vegg, vatn í krana og niðurfall í gólfi!
Konnsi bró (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:33
Það getur vel verið að ég eigi til að fullyrða um hluti bróðir sæll. En ég hef lært það af minni stuttu reynslu í félagsmálum að fullyrðingar sem hafa litla sem enga stoð í raunveruleikanum eiga ekki vel við í opinberri umræðu. Hvað varðar líftíma fólks á vesturlöndum versus Asíu löndum þá er ég þarna að vitna til rannsókna sem gerðar voru fyrir ekki svo löngu síðan og eru byggðar á meðaltali. Þar koma vesturlandabúar best út varðandi lífsgildi og líftíma. Það er vissulega rétt að elsta fólk í heimi hefur flest komið frá Asíu en ef við lítum á meðaltöl þá höfum við vinninginn hér á vesturlöndum. Þar hefur mataræðið trúlega mikið að segja (sem er btw trúlega mun hollara og betra í Asíulöndum, án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér í því...) og svo vinnuálag fólks, en við vitum jú vel að Asíubúar eru að mestu leiti mun fátækari en vesturlandafólk og er því vinnuálag/þrælkun mun meiri þar.
Hvað varðar skyrslettingar þá held ég að ég geti bæði slett og fengið á mig slettur og tel ég mig vera manneskju að standa undir því öllu saman, hvar sem er hvenær sem er!
Ólöf María Brynjarsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.