Lítið að frétta

Jæja páskar flognir hjá með tilheyrandi áti og ofáti. Þeir lögðust vel í mig og mína og naut P1002881fjölskyldan samvista, allt samkvæmt bókinni. Lítið er svo sem að frétta úr sveitinni þessa dagana við bíðum eftir vorinu sem rak inn nefið rétt fyrir páska og fór svo aftur og skellti á eftir sér. Vorverkin ljúfu sem tilheyra sveitastörfunum eru í startholunum og klæja alla í puttana að taka til hendinni við skítmokstur, útsáningu, skítadreifingu, rúningu, trjáklippingar, sauðburð o.fl o.fl. Læt hér fylgja mynd frá síðasta vori þegar kýrnar voru setta út í fyrsta skiptið.

Frumburðurinn átti afmæli í gær og varð heila átta vetra og var því þjóðarréttur og uppáhaldsmaturIMG00121hans hér í kvöldmat í gær s.s. pylsur með remúlaði! Svo er bara stefnt á tvær afmælisveislur sú fyrri á föstudag með 11 villtum, sjö og átta ára, peyjum og svo á sunnudag með stórfjölskyldunni.
Allt saman stór skemmtilegt.
Hann fékk margt góðra gjafa sá stutti og er þar helst að nefna nýjan reiðhjálm og húfu frá ömmunni og afanum hinu megin því hundurinn sálugi át gamla hjálminn sem hann fékk í fyrra og nú er komið hross sem er ætlað honum og þá verður hann að sjálfsögðu að vera almennilega húfaður drengurinn. Við foreldrarnir gáfum honum nýtt reiðhjól en það gamla var orðið ansi smátt enda var hann 4 ára þegar hann eignaðist það. Amman og afinn á Borgum gáfu svo Barcilonabúning beint frá Tenerife. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Til hamingju með strákinn !

Skákfélagið Goðinn, 26.3.2008 kl. 12:21

2 identicon

Til hamingju aftur!

Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:05

3 Smámynd: Anna Sigga

 Sæl, við þekkjumst ekki en mig langði bara að hrósa þér fyrir góðan punkt í færslunni að neðan varðandi mjólkina. Fólki hættir oft til að vitna í e-a eina rannsókn og líta hana sem e-n eina sannleika. Svo fannst mér þú skrifa vel um þessi mál og ákvað því að athuga hversu gamall þessi ljómandi góði penni væri. Ekki nóg með að vera ung og snöll stúlka, þá erum við líka fimmmenningar, svona er heimurinn lítill og ég líklegast stórskrítin :)

 Ég er líka í landbúnaði og það er svo gott þegar að landbúnaðurinn fær sína talsmenn á yfirborðið en ekki bara að fólk sem lítið þekkir til fær að úthrópa hann óheft.

Já og til hamingju með drenginn.

kær kveðja,

Anna Sigga

Anna Sigga, 27.3.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband