Vatnsveðrun næg í dag

IMG00133 Já það rignir víðar en á menningarnótt. Fór í dag sem leið lá (reyndar með töluverðum útúrdúrum þar sem ég fattaði það að ég er alger rati og rataði ekki um eigið heima hérað) yfir Hafnarfjallið mitt og í Svínadalinn, eða gott sem, og að Þórisstöðum þar sem Þversláarættin hélt sitt fjölmenna ættarmót. Reyndar var þetta örmót þar sem styttra ættarmót hef ég aldrei farið á. Trúlega  á vatnsviðrið þar einhvera sök. Ég kom því heim eftir tæplega tveggja klukkustunda ættarmót nokkuð blaut en vel ættuð (sem fyrr) og sæl með að hafa náð að smella kossi á nokkra ættingja og sjá hvað við eldumst alltaf öll vel enda með eindæmum fallegt og vel skapað fólk þar á ferð! Læt fylgja með mynd af afkvæmum mínum til að sanna fríðleika Þversláinga.
mbl.is Vatn áberandi á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband