27.8.2008 | 09:52
Ekki mínar kýr
Finnst þetta mjög áhugaverðar rannsóknir (í alvöru hafa vísindamenn ekkert betra við tíma sinn að gera??). Hef ekki séð að mínar kýr snúi frekar í norður þegar þær bíta. Þær bíta í vestri, austri, suðri og norðri hér á Ferjubakka, haldiði að það geti þýtt að segulsvið minnar jarðar sé eitthvað bilað!!???
Innbyggður áttaviti kúa: Snúa í norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örugglega bilað,- vísindamenn klikka nú ekki á svona niðurstöðum eftir allt erfiðið. Ha ha ha. Þetta er snilld.
...og minnir mig á þegar allir fremstu barnalæknar heims voru saman á heilbrigðisráðstefnu í einhverri höfuðborg norðurlandanna. Ráðstefnan stóð í viku og var rætt vítt og breytt og farið yfir sjúkdóma og heilbrigðissögu barna um allan heim og skoðaðar nýjustu rannsóknir (veit ekki hvort þessir sömu vísindamenn komu þarna við sögu...)
Niðurstaðan var sett fram í einni setningu: "Á misjöfnu þrífast börnin best!"
Ég meina,- þeim hefði nægt að spjalla aðeins við hana ömmu mína
Hulda Brynjólfsdóttir, 27.8.2008 kl. 11:14
Ef þetta er rétt getur það verið mjög ganleg vitneskja fyrir áttavilta ferðamenn.
Ólöf, kýrnar þínar geta snúið i norður þó þær séu að bíta í vestri eða austri. Hvað áttu annars margar kýr. Þú titlar þig fjárbónda svo af því gæti maður dregið þá ályktun að fjöldi kúa þinna væri innan skekkjumarka í svona könnun.
Hulda, það er mikill munur að halda og vita. Amma þín hefur örugglega ekki prófað að ala eitt barna sinna upp í gerilsneyddu, sótthreinsuðu umhverfi til að vita muninn.
Hitt er svo annað að margar merkustu uppgötvanir vísindamanna verða þegar þeir eru að rannsaka eitthvað allt annað.
Landfari, 27.8.2008 kl. 11:33
Já landfari mínar kýr eru svo sannarlega innan skekkjumarka því þær eru heilar tvær!!
Ég var nú meira bara gera grín að því sem vísindamenn detta í hug að rannsaka, en ég sé greinilega á innleggi þínu að þú virðist vera í þeirra röðum eða í það minnsta á þeirra bandi . Þannig að mér dettur í hug að þú ættir að rannsaka (eða láta vísindafélaga þína gera það) í hvaða átt ánamaðkar skríða. Sé fyrir mér að það séu mjög gagnlegar rannsóknir t.d. fyrir veiðimenn og jafnvel garðyrkjubændur .
Takk annars bæði tvö fyrir innlegg ykkar alltaf gaman að heyra hvað öðrum finnst.
Ólöf María Brynjarsdóttir, 27.8.2008 kl. 16:14
Ólöf, ég er nu eginn vísindamaður en mér finnst hugmyndin þín góð. Fæ samt eki í fljótu bragði séð að það geti verið mögueiki að þeir skríð allir í eina átt því þá myndu þeir enda allir á sama stað. Nema þeir séu eins og farfuglarnir og skríði í norður á vorin og suður á haustin.
Verð að segja að mér finnst það svolítið skrítið ef þér sem bónda finnst það ekki áhugavert viðfangsefni að vita hvernig dýrin þín haga sér við hinar ýmsu aðstæður. Mér þætti það til dæmist fróðlegt að vita hvernig mýs fara að því að finna á sér að skipið sem þær hafa haldið sig í er að fara í sína feigðarför eða er þetta bara þjóðsaga. Dýrin skynja hættu í umhverfinu svo miklu fyrr en mennirnir og það er forvitnilegt að vita hvernig þau fara að því.
Það er svo ótrúlega margt sem hægt er að læra af dýrunum, hegðun þeirra og atferli.
Finnst þetta allavega mun áhugaverðara en miklar pælingar um hvort Njáll á Bergþórshvoli var hommi eða ekki.
Landfari, 27.8.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.