Breyttir tímar

Í dag eru tímarnir að breytast. Ekki er bara allt fjármála-öryggi flogið útí veður og vind heldur þarf fólk (og vegna þess) að hugsa allt upp á nýtt. Ég tel þetta ekki verið alfarið af hinu slæma, ég er í raun og sann pínu spennt yfir því hvað þessir nýju tímar hafa upp á bjóða.

Hjá mér eru líka tímarnir að breytast. Ég hef einsett mér að koma með pistla hér inn á hverjum morgni framm að jólum. Þeir verða sem fyrr um allt og ekkert eða bara það sem er mér efst í huga að morgni dags. Svo nú hef ég komið þeim boðum áleiðis og vona að þið sem hér lesið munið hafa gaman að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Gaman gaman...

Maren, 29.10.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt það sé víst kínversk bölbæn, sem ég kann bara á ensku: May you live in interesting times, þá eru margir í kringum mig sem tala um að það sé áhugavert að sjá hvort betra þjóðfélag muni rísa á rústum þess sem var að mörgu leyti mjög óheilbrigt og hafði innibyggðarn mikinn ójöfnuð. Bara lítill hópur eins og er í kringum mig í Myndlistaskólanum í Kópavogi var að ræða þetta í kaffitímanum, og það eftir vaxtahækkunina, þannig að þótt fórnarkostnaðurinn sé mikill, þá er samt hægt að vona.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband