Hægur matur

Hægur matur (versus hraður matur) er matur sem tekur tíma til að búa til.

Ég er ný komin heim frá Ítalíu þar sem ég sat ráðstefnu Slow food samtakana í Torínó. Ráðstefna þessi bar nafnið Terra madre eða Móðir jörð og var það nafn með rentu. Þarna voru saman komin öll þjóðarbrot allt frá fátækum akuryrkjum frá Kongó upp til feitra Bandaríkjamanna (og Íslendinga) alls sex þúsund manns. Allt hafði þetta fólk það sameiginlegt að yrkja móður jörð með einum eða öðrum hætti. Það er skemmst frá því að segja að þessi ráðstefna opnaði augu mín fyrir, jaa eiginlega öllum heiminum. Ég sat mikið fundi um Markaði því ég hef mikinn áhuga á að koma upp bændamarkaði hér í Borgarfirði og er þá alveg eins gott að taka inn góð ráð frá Brasilíu sem og Ástralíu einsog frá Kolbeinstaðahrepp (þaðan sem ég hef nú reyndar fullt af góðri kunnáttu um einmitt þessi mál).

Matur er mannsins megin og í tengslum við þessa frábæru ráðstefnu er líka stærsta matvælasýning heims sem ber nafnið Salone del Gusto. Þar má finna allskyns guorme matvæli sem framleiðandi (flestum tilvikum bóndi) kynnir sjálf/ur og eru þau öll vistvæn. Þar keypti ég mér m.a úrvals sjávarsalt beint frá framleiðanda og var það með allskyns bragðtegundum. Meiri úrval osta hef ég aldrei séð fyrr á minni lífsleið. Þarna eru líka fjölmargir vínbændur og smakkaði ég þarna besta vín sem ég hef smakkað á ævinni og var það frá litlum vín framleiðanda í Frakklandi.

Þið munuð heyra meira um Slow food frá mér á næstunni og þessari frábæru ráðstefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband