10.5.2009 | 14:38
Nestiskörfugerð
Beint frá býli er grasrótarsamtök bænda í heimavinnslu. Mér eru þessi samtök mjög hugleikin þar sem þau runnu undan rifjum Lifandi Landbúnaðar (grasrótarsamtökum kvenna í landbúnaði) fyrir nokkru síðan. Ég er stofnfélagi í BB og þar á ofan er ég að hefja framleiðslu á nestiskörfum hér heima sem verður seldar undir merkjum Beint frá Býli.
Hér á þessari síðu er meiningin að koma með upplýsingar um okkur hjón hér á Ferjubakka II og svo framleiðslu okkar svo fólk getur sett sig í samband við okkur.
Allt er þetta í vinnslu svo fylgist með, á næstu dögum verða vonandi allar upplýsingar komnar hér inn. Einnig er búið að stofna Fésbókargrúbbu þar sem allar upplýsingar fást líka um okkur en slóðin þar inn er http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/group.php?gid=119437000096&ref=mf .
Lifið heil
Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.