Þjóðlegt-Val í körfu

Þjóðlegt nesti er í boði og allt framleitt hérna heima á Ferjubakka.
Við erum með í álegg; hangikjöt af veturgömlum sauð (heimareykt), reyktan silung veiddan í Hvíta (af okkur fjölskyldunni), rúllupylsu af heimafengnu kjöti (þó ekki heimaslátruðu), kæfu gerða úr heimafengnu kjöti, tómata og gúrkur al íslenskt framleitt í héraðinu. Íslenskt-smjör.

Við erum með í brauði: Flatkökur heimabakaðar eftir gamalli fjölskyldu uppskrift. Skonsur (einnig fjölskyldu uppskrift), afabrauð (hveitibrauð með lyftidufti) sem er gamalt sveitabrauð og föðuramma mín kallaði alltaf í mín eyru afabrauð en heitir í raun allt annað en ég ákvað að halda þessu nafni enda mér kært. Heilsubrauð (val bakarans hverju sinni). Rúgbrauð líka bakað eftir gamalli uppskrift úr fjölskyldunni.

Við erum með í sætabrauði: Hjónabandssælu mömmu (fjölsk. uppskr.), skúffuköku með kókosmjöli, jólaköku, og rúsínan pylsuendanum er ástarpungar einsog móðuramma mín gerði þá og var fræg fyrir innan fjölskyldunnar.

Hægt er að panta kaffi og eða heitt súkkulaði með í nestiskörfunum.

Hægt er að panta körfur sem þarf að skila að nestisferð lokinni, eða pakka og þá þarf engu að skila en er þá ekki með hnífapör, diskar eða drykkjaföng.

Hægt er að velja sjálfur í pakka/körfur en líka er hægt að fá fyrirfram samansettar körfur. Má þar nefna Bændakörfu, rómantískakörfu, fjölskyldukörfu, heilsukörfu og fleira.

allar upplýsingar og pantanir er hægt að nálgast á ferjubakki2@emax.is og í síma 860-1080.

Nestiskörfugerð

Beint frá býli er grasrótarsamtök bænda í heimavinnslu. Mér eru þessi samtök mjög hugleikin þar sem þau runnu undan rifjum Lifandi Landbúnaðar (grasrótarsamtökum kvenna í landbúnaði) fyrir nokkru síðan. Ég er stofnfélagi í BB og þar á ofan er ég að hefja framleiðslu á nestiskörfum hér heima sem verður seldar undir merkjum Beint frá Býli.

Hér á þessari síðu er meiningin að koma með upplýsingar um okkur hjón hér á Ferjubakka II og svo framleiðslu okkar svo fólk getur sett sig í samband við okkur.
Allt er þetta í vinnslu svo fylgist með, á næstu dögum verða vonandi allar upplýsingar komnar hér inn. Einnig er búið að stofna Fésbókargrúbbu þar sem allar upplýsingar fást líka um okkur en slóðin þar inn er http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/group.php?gid=119437000096&ref=mf .
Lifið heil


mbl.is Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægur matur

Hægur matur (versus hraður matur) er matur sem tekur tíma til að búa til.

Ég er ný komin heim frá Ítalíu þar sem ég sat ráðstefnu Slow food samtakana í Torínó. Ráðstefna þessi bar nafnið Terra madre eða Móðir jörð og var það nafn með rentu. Þarna voru saman komin öll þjóðarbrot allt frá fátækum akuryrkjum frá Kongó upp til feitra Bandaríkjamanna (og Íslendinga) alls sex þúsund manns. Allt hafði þetta fólk það sameiginlegt að yrkja móður jörð með einum eða öðrum hætti. Það er skemmst frá því að segja að þessi ráðstefna opnaði augu mín fyrir, jaa eiginlega öllum heiminum. Ég sat mikið fundi um Markaði því ég hef mikinn áhuga á að koma upp bændamarkaði hér í Borgarfirði og er þá alveg eins gott að taka inn góð ráð frá Brasilíu sem og Ástralíu einsog frá Kolbeinstaðahrepp (þaðan sem ég hef nú reyndar fullt af góðri kunnáttu um einmitt þessi mál).

Matur er mannsins megin og í tengslum við þessa frábæru ráðstefnu er líka stærsta matvælasýning heims sem ber nafnið Salone del Gusto. Þar má finna allskyns guorme matvæli sem framleiðandi (flestum tilvikum bóndi) kynnir sjálf/ur og eru þau öll vistvæn. Þar keypti ég mér m.a úrvals sjávarsalt beint frá framleiðanda og var það með allskyns bragðtegundum. Meiri úrval osta hef ég aldrei séð fyrr á minni lífsleið. Þarna eru líka fjölmargir vínbændur og smakkaði ég þarna besta vín sem ég hef smakkað á ævinni og var það frá litlum vín framleiðanda í Frakklandi.

Þið munuð heyra meira um Slow food frá mér á næstunni og þessari frábæru ráðstefnu.


Breyttir tímar

Í dag eru tímarnir að breytast. Ekki er bara allt fjármála-öryggi flogið útí veður og vind heldur þarf fólk (og vegna þess) að hugsa allt upp á nýtt. Ég tel þetta ekki verið alfarið af hinu slæma, ég er í raun og sann pínu spennt yfir því hvað þessir nýju tímar hafa upp á bjóða.

Hjá mér eru líka tímarnir að breytast. Ég hef einsett mér að koma með pistla hér inn á hverjum morgni framm að jólum. Þeir verða sem fyrr um allt og ekkert eða bara það sem er mér efst í huga að morgni dags. Svo nú hef ég komið þeim boðum áleiðis og vona að þið sem hér lesið munið hafa gaman að.


Þung framtíð..

Ekki er úr vegi að nett þunglyndi leggist yfir mann þegar maður les það í blöðum að margir sauðfjárbændur hyggist lóga öllu sínu fé og selja heyforðann því þeir fái meira fyrir heyið en innleggið og framtíðin svo svört að betra er að breyta útihúsunum í skuldahalageymslu (tjaldvagna og fellihýsa) en að hafa þar fé á fóðrum. Þetta er svo sem það sama og gerðist hjá kúabændum fyrir einsog tveim árum síðan þegar margir freistuðust til að selja kvótann á hæsta verði sem upp hefur komið í íslenskri nautgriparækt. M.a seldi sveitungi minn kvótann og kýrnar og breytti 5 ára gömlu fjósi í skuldahalageymslu. Annar sveitungi minn segir að núna hætti um 30% bænda og hinir sem eftir verða stækki við sig. Gott og vel það getur vel verið en það er spurning hversu hátt hlutfall af þessum 30% séu sauðfjárbændur og þá hvort greinin lifi það af ef obbinn hættir. Verða þá bara eftir hobbybændur og mætt verður aukinni sölu á lambakjöti með innflutningi, því sala á lambakjöti hefur stigaukist frá ári til árs. 

Starfsystir mín ein hringdi í mig á dögunum og var þá að viðra við mig þá hugmynd sína að taka allt kjötið sitt heim og selja það beint frá bónda. Þessi starfsystir er með u.þ.b 1000 skrokka þetta haustið og sér ekki fram á það að fá nóg fyrir kjötið sitt til að greiða fyrir lánin á fjárhúsinu og þá er allt annað eftir að greiða s.s. launakostnað, fyrningar á vélum (og lán), heyforðann o.s.frv. Hún sagði mér að margir gengju um með svipaða hugmyndir í maganum. Ég er svo sem ekkert sérstaklega hissa á því að sláturleyfishafar séu eins tilbúnir að lóga fyrir bændur og pakka því og senda svo herlegheitin til þeirra aftur fyrir þá til að selja líkt og raunin virðist. Það er nú einu sinni þannig að þeir fái trúlega meira fyrir sinn snúð með þessu háttalagi en að selja sjálfir afurðirnar til kaupmanna. Því er nefnilega ekki að neyta að ákveðnir aðilar sem er stærstir á smásölumarkaði halda verðinu niðri í krafti stærðar sinnar, ekki endilega svo að það skili sér til neytanda heldur skilar það sér mest í þeirra eigin vasa. Það að láta slátra fyrir sig kostar nú um 250 krónur á kílóið með flutningi (fer eftir því hvað þarf að fara langt með kjötið). Þá er eftir að láta, eða gera sjálfur, pakka og vinna kjötið þannig að full unnið kjöt í dag beintfrábónda þarf að kosta 1750 kr. á kíló og trúlega meira fyrir bestu bitana því þeir þurfa að greiða fyrir bitana sem engin vill og bóndinn situr uppi með s.s. slög og fleira.

Ég get ekki varist því að leggjast í nett þunglyndi yfir þessu öllu saman því svo virðist sem ég fái ekki nein laun þetta árið fyrir mína vinnu og tel ég mig heppna ef ég kemst út á núlli. Því er nú einu sinni farið í velmegunar þjóðfélaginu á Íslandi að þeir sem reka herlegheitin og standa í brúnni hafa greinilega aldrei þurft að reka heimili því ef þeir hefðu reynt það mundi staðan ekki vera svona í dag. Það vita það allir sem þurfa að láta enda ná saman að forgangsröðun er númer 1,2 og 3. matur, heilbrigði, nám, samgöngur hljóta alltaf að vera það sem þarf að láta ganga fyrir öllu öðru. Við vitum nú hvernig sjálfstæðisflokkurinn gengur að einkavæða heilbrigðiskerfið þannig að það verði bara á valdi yfirstéttarfólks að leitar sér lækninga og hvernig ríkisstjórnin sveltir starstéttir innan heilbrigðisgeirans. Einnig hafa þeir nú komið grunnstigum skólakerfisins yfir á sveitafélögin, gott og vel en þeir gleymdu bara alveg að koma með fjármagnið með svo kennarastéttin er ansi svelt þannig að menntaðir kennarar leita í stórum stíl í aðrar greinar sem gefa meira í aðra hönd. Er það sem við viljum? Viljum við ekki að besta fólk sem fæst kenni börnunum okkar? Svo þarf nú ekki að hafa langa tölu um samgöngur á Íslandi en þær eru vægast sagt bagalegar í allan stað. Svo ég tali nú ekki um net og fjarskiptasambönd hér á landsbyggðinni sem er bara vondur brandari.

Ég er orðin ansi þreytt á þessum ástandi í þjóðfélaginu. Þeir sem hafa stjórnartauma í höndum hljóta að bera ábyrgð. Ég hvet því þá sem þessu landi stjórna að fara að forgangsraða svo heimilið Ísland fari ekki í hundana.
Lifið heil


Lyktar einkennilega

Já ekki er frá því allt þetta mál við ljósmæður lykti hálf einkennilega og líkist sú lykt jafnvel skítafnyknum sem myndast yfir túnin mín að vori og hausti. Reyndar er sú skítalykt sem hér svífur yfir túnum merki um gróanda en því miður virðist ekki sú lykt sem svífur yfir ljósmæðrum þessa dagana ekki boða neitt annað en illa launaða erfiða vinnu. Ég sem kona sem hefur nýtt mér þjónustu ljósmóður alla vega þrisvar sinnum hef fulla samúð með kjaramálum þeirra líkt og hér hefur áður komið fram. Hinsvegar tel ég það að meina fólki að hlýða á fundi alþingis fyrir það eitt að starfa við ákveðin anga í heilbrigðisgeiranum lykti af allt öðru og minnir mig sú lykt á valdníðslu!

Ég myndi vilja sá ríkistjórn þessa annars ágæta lands okkar fara að beita sér fyrir einhverju uppbyggilegra en það sem þau standa nú fyrir. Ég tel að allt sé gott í hófi og held ég að sjálfstæðisflokkurinn sé komin langt yfir það hóf í stjórnarsetu. Ég vil sjá aðra beitta fyrir Íslenska dráttavagninum og vona með því fái ferskir vindar að blása um Íslenskt atvinnu- og þjóðlíf.
Lifið heil 


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6 Ára háskólanám

Ég velti því fyrir mér hvort kjör ljósmæðra séu svo slæm sem raun ber vitni vegna þess að þetta er kvennastétt sem sérhæfir sig í meðferðum á konum. Konur með 6 ára háskólanám á fiskvinnslukaupi er ekki raunhæft, ég sæi fyrir mér að aðrar stéttir með svipað nám að baki myndi láta bjóða sér þessi kjör og kaup.  Ég sé heldur ekki fyrir mér að nokkur myndi reyna að bjóða öðrum stéttum það sem er verið að bera á borð fyrir þessar mikilvægu konur í þjóðfélaginu okkar. Ég hvet því allar konur og karla að sameinast um að styðja við bakið á ljósmæðrum og hjálpa þeim að fá þá viðurkenningu á námi sínu og starfi sem þær hafa unnið fyrir og eiga svo sannarlega skilið.


mbl.is Vilji ljósmæðra að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mínar kýr

Finnst þetta mjög áhugaverðar rannsóknir (í alvöru hafa vísindamenn ekkert betra við tíma sinn að gera??). Hef ekki séð að mínar kýr snúi frekar í norður þegar þær bíta. Þær bíta í vestri, austri, suðri og norðri hér á Ferjubakka, haldiði að það geti þýtt að segulsvið minnar jarðar sé eitthvað bilað!!???
mbl.is Innbyggður áttaviti kúa: Snúa í norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldið þér kjafti...

Þetta minnir mig á gamlan brandara sem pabbi sagði mér. Hann var á þá leið að karl einn var alin upp í svo mikilli kurteisi af móður sinni að hann þéraði móður sína. Hann giftist víst aldrei en bjó hjá mömmu gömlu. Hann var hæglætismaður en hún var nokkurt skass og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Eitt sinn gekk hún víst of langt í gagnrýni sinni á son sinn og hann snögg reiddist og snéri sér að þeirri gömlu og sagði  "Haldið þér kjafti, frú mamma" W00t

 


mbl.is Hóstaður út af sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsveðrun næg í dag

IMG00133 Já það rignir víðar en á menningarnótt. Fór í dag sem leið lá (reyndar með töluverðum útúrdúrum þar sem ég fattaði það að ég er alger rati og rataði ekki um eigið heima hérað) yfir Hafnarfjallið mitt og í Svínadalinn, eða gott sem, og að Þórisstöðum þar sem Þversláarættin hélt sitt fjölmenna ættarmót. Reyndar var þetta örmót þar sem styttra ættarmót hef ég aldrei farið á. Trúlega  á vatnsviðrið þar einhvera sök. Ég kom því heim eftir tæplega tveggja klukkustunda ættarmót nokkuð blaut en vel ættuð (sem fyrr) og sæl með að hafa náð að smella kossi á nokkra ættingja og sjá hvað við eldumst alltaf öll vel enda með eindæmum fallegt og vel skapað fólk þar á ferð! Læt fylgja með mynd af afkvæmum mínum til að sanna fríðleika Þversláinga.
mbl.is Vatn áberandi á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband