Vel valin/nn

Já veit ekki alveg hvað mér á að finnast um svona. Ekki það að ég uni ekki Steingrími þessa stöðu, hún fer honum vel enda hann hugsjónamaður af bestu gerð. Veit ekki alveg hvort þessi kynja umræða öll sé af hinu góða. Hvaða máli skiptir hver sé valin til verka ef ávalt er leitað til þess sem hæfastur þykir? Því miður virðist raunveruleikinn vera annar það er ekki bara oft gengið fram hjá konum heldur er líka oft gengið fram hjá körlum. Þetta snýst nefnilega ekki um kyn, þetta snýst um hvern þú þekkir, hverja manna þú ert og hvort þú hafir nokkuð hneykslað liðið um of á síðasta misseri. Nýjustu embættisráðningar leiða þennan ljóta sannleik í ljós.

Þessi jafnréttisnefnd Evrópuráðsþingsins hefur komið mörgu góðu til leiða. Hún berst gegn mannsali og vændi m.a og er mjög þörf. Hins vegar gleymist oft í umræðu um jafnréttindi að þau eru mannréttindi. Mannréttindi fólks, beggja kynja. Jafnréttindi eru ekki bara kvenréttindi, gleymum því ekki.
Annars óska ég Steingrími til hamingju með nýju stöðuna og ég vona að jafnréttismál rísi undir hans formensku í þessari nefnd.
Lifið heil


mbl.is Steingrímur J. fyrsti karlinn til að gegna formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband