Óveður hið mesta

Hefði átt að vona og biðja betur um grið fyrir veðurguðunum. Skjólveggurinn minn fauk rétt eftir kaffi í dag og fjárhúsþakið fór af stað en bóndi minn og tengdafaðir negldu það niður og björguðu því sem bjargað varð og komu sér svo í hús. Hér í Borgarfirði er ekki stætt bæði vegna gríðarlegrar veðurhæðar og einnig glæra hálku. Ég vona innilega engin sé á ferli í þessu og veit að ég og mínir ætlum að hafa það rólegt hér heima og vonum að rafmagnið haldist á en það hefur verið á stöðugu flökti síðasta klukkutímann.


mbl.is Varasamt að vera úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Þetta er búið að vera ótrúleg tíð.Ég segi nú bara eins og þú að vonandi er engin á ferli að óþörfu.

Maren, 8.2.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Margrét Hildur Pétursdóttir

Jáá... þetta er gaman.. ég stóð upp við fordin hjá Bjsv hinu megin við brúna þegar rafmagnið fór af í gær.. það var helvíti magnað að sjá ekkert í Borgarnes:)
Kv. úr Arnarklettinum:P

Margrét Hildur Pétursdóttir, 9.2.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband