Bólusetning við lífinu?

Ég hef verið gjörn á það að setja spurningarmerki við bólusetningum, þó eru öll börnin mín þrjú bólusett en reyndar valdi ég það að bólusetja þau seinna við MMR sem gefin er átjan mánaða og þótti það sjálfsagt mál á minni heilsuverndarstöð. En samt set ég spurningarmerki við bólusetningar, ekki af því að ég telji þær af hinu slæma komnar heldur vegna þess að mér finnst ekki nógu kynnt fyrir fólki hvaða efni þær innihalda hvaða aukaverkanir þær geta valdið o.s.frv. Einnig tel ég að fólk eftir að búið er að kynna fyrir þeim innihald og aukaverkanir bólusetninga eigi að hafa frjálst val um hvort þær þiggur þær eður ei.

Ég bjó í Kanada á mínum menntaskólaárum. Þar var þá byrjað að bólusetja gegn lifrabólgu B hjá 17 og 18 ára krökkum. Ég fór í þessa bólusetningu ásamt mínum bekkjarfélögum án þess að ég vissi nokkuð fyrir hverju væri að bólusetja eða hvers vegna. Eftir fyrstu sprautu (bólusett er 3 með 3 mánaða millibili) fletti ég enska heitinu upp í orðabók bara svona fyrir forvitnissakir. Ég hef svo sem aldrei kennt mér meins vegna þessa en reyndar er ég í dag með óútskýranlega flogaveiki/taugasjúkdóm sem kom upp hjá mér um ári seinna og segja margir að kannski megi setja samasemmerki á milli þessarar bólusetningar og hans, ég er ekki viss sjálf og mun trúlega aldrei vita það.

Ég er samt að spá hvort verði næst farið að bólusetja gegn lífinu, ein sprauta við komuna í heiminn og hviss, bamm, búmm, gjörsssovel þú munt aldrei þurfa að upplifa neitt slæmt eða erfitt og allra síst veikindi!
Lifið heil


mbl.is Hagkvæmt að bólusetja við leghálskrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já væri það ekki ljúft að geta bara bólusett við öllum hugsanlegum erfiðleikum lífsins sem móta okkur og herða???

Annars set ég ekkert út að það að hægt væri að bólusetja gegn eitthvað af flóru krabbameinsins, enda hrykalegur sjúkdómur. 

Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Já það væri ábyggilega gott ef við gætum ráðið niðurlögum krappameins. Hins vegar er það spurning hvað þú ert að fá í "staðinn" með því að bólusetja þig. Það er nefnilega ekkert til í dag sem heitir örugg bólusetning, því miður. Ég er ekki viss um að ég myndi velja að bólusetja mig við sjúkdóm sem ég gæti kannski og kannski ekki fengið ef ég ætti hættu á að fá einhverjar aukaverkanir af bólusetningunni. Því segi ég það þarf að kynna betur fyrir fólki hvað er í bólusetningunni, hverjar eru aukaverkanirnar o.s.frv.

Ólöf María Brynjarsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband