Ekki heil brú

Ekki er heil brú í gjörðum sumra manna! Þetta er með því alvarlegra sem hægt er að gera og ég vona að hart verði tekið á þessu.
mbl.is Flutti hey milli sauðfjárveikihólfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta hlýtur að eiga að vera kaldhæðni hjá þér.

Kári (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:23

2 identicon

Það sem mér finnst undarlegast við þessa frétt er að lögreglan hafi látið hann fara með heyið til baka, sem sé aftur á milli hólfa

Jenny (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er nokkuð vitað hvernig smitið á sér stað eða berst um, sumir tala um hey, aðrir tala um jarðveginn og svo eru það þeir sem tala um að þetta berist með loftinu.

Spyr mig oft hvers vegna þessari vitleysu er ekki hætt, og bara fellt smitað fé í stað þess að myrða allan bústofninn á staðnum.

Þetta er svo mikið gegndarlaust kjaftæði með hólfin.

Hestar fara á milli með jarðveg í hófum, fuglar fljúga á milli, Hreindýrin fara þangað sem þau vilja, Dráttarvélar og önnur ökutæki fara á milli með jarðveg í hjólbörðum, Beltagröfur og jarðýtur fara um allt land með jarðveg í beltum, Hey er flutt ítrekað á milli hólfa, kýr og matfuglar fara á milli hólfa, en sauðfé er dauðadæmt ef það fer á milli.

Skil ekki þetta verkefni, sem er líkara atvinnubótavinnu fyrir Dýralækna og starfsmenn í girðingarvinnu, en smitvörnum.

Ætla ekki samt að fara út í fjárplógsstarfsemi Dýralækna í sláturhúsum og kostnaði sem þannig er velt á neitendur og skerðir stórlega afrakstur bænda.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband