Er þörf fyrir kvennahreyfingu í landbúnaði?

Einsog lesa má um höfund þessarar síðu þ.e mig, þá er ég formaður grasrótarhreyfingu kvenna í landbúnaði. Mikil barátta hefur átt sér stað til að koma hreyfingunni á koppinn allir boðnir og búnir í orði, færri á borði! Ég er svo heppinn að taka við formannssæti af mjög færri félagsmála konu, konu sem hefur setið á búnaðarþingi til fjölda ára og einnig í stjórn bændasamtaka Íslands. Þessi kona heitir Sigríður Bragadóttir dugmikil kona og mikil vinkona mín líka. Sigríður hefur ávalt talið að hallað sé á hlut kvenna innan bændageirans, en vegna starfa hennar hefur staða kvenna mikið batnað sem betur fer, en ég tel samt sem áður mikið starf eftir óunnið. Jafnréttismál hafa oft verið ruglað saman við kvenréttindabaráttu en er þetta þó tvennt ólíkt en þó skyld efni. Það er einu sinni þannig að oftar hallar á konur en menn og því stór hluti jafnréttisbaráttu farið í að efla konur og berjast fyrir jöfnun kynjahlutfalla. Sú staðreynd blasir við okkur konum í bændastétt að hlutfall okkar innan landbúnaðarráðuneytis og Bændasamtakanna er vægast sagt lágt. Landbúnaðarráðuneytið hefur lægst hlutfall kvenna allra ráðuneyta á Íslandi! Bændasamtök Íslands virðast þó ekki telja svo að þörf sé fyrir kvennahreyfingu í landbúnaði alla vega ekki sem hluti af þeim, heldur frekar þá sem bara hver önnur félagsamtök sem eru aðildarfélag að B.Í. Þessu erum við konur ekki sammála það er þeim til vaxtar ef þeir standa vel að kvennahreyfingu innan sinna vébanda. Þeir geta þá nýtt tækifæri sem gefast í að efla konur s.s. að kjósa þær í nefndir og ráð á sínum vegum sem eru flestar í dag mannaðar karlmönnum. Ég tel nefnilega að konur geti komið með nýja sín á margt. Sem dæmi er kerfi okkar mjög gamaldags hvað varðar eignaraðild á býlum og aðild að búnaðarfélögum og Bændasamtökunum sjálfum. Þar þarf nýjar lausnir, ferska vinda og nýtt viðhorf!

Þessi auglýsing er úr norsku tímariti sem þýdd var og sett í bók sem Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði þýddi og heitir "Við þorum, viljum,getum".
Bóndakona óskast
Fyrir hönd eiginmanns míns óska ég eftir konu sem vill taka að sér "stöðu mín" sem bóndakona. Möguleiki á hjónabandi getur komið til greina!
Innifalin í starfinu eru venjuleg húsmóðurstörf og gæsla þriggja barna á aldrinum fjögra til átta ára. Miklir þvottar fylgja starfinu. Að auki koma tilfallandi útistörf, ásamt með fjósaverkum, tvo tíma daglega, kvölds og morgna.
Kona sem hefur áhuga á starfinu, má búast við að þurfa, í frítíma sínum, að taka þátt í skógarvinnu bóndans. Bændakvennastörfum fylgja ekki sjúkratryggingar, svo fyllstu varúðar verður að gæta við vinnuna, þar sem meiðsli munu valda búinu efnahaglsegum skaða.
Búið fær greitt orlofsfé og kröfur konunnar til þess má ræða. Sú sem ráðin verður, nýtur ekki vinnuverndarlaga, en við gerð búrekstraráætlunar og umsókna um lán til Búnaðarbankans, mun vinnuframlag hennar hafa mikla þýðingu.
Lagleg ung kona, með góða menntun og næga orku til heimillstarfa og hjúskaparlífs er æskilegust.
Umsókn merkist "SAMFÉLAGSÞRÆLL"

Ef ég væri spurð hvort þörf sé á kvennahreyfingu í landbúnaði þá væri mitt svar tvímælalaust JÁ! Vonandi verður ekki stigið skref til baka í þeim efnum innan Bændasamtaka Íslands heldur haldið áfram á þeirri góðu braut sem svo margar konur og menn hafa troðið í gegnum tíðina í átt að jafnrétti kynja!
Lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áfram stelpur!

Árni Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband