Neyslupartýið búið!

Neyslupartý Íslendinga virðist vera lokið í bili. Kannski ekki af hinu verra (þótt að það sé alltaf gott að vera með kýlda vömb á lúxus bíl og horfa á flatan skjá í ný innréttuðu húsi) því að ég tel að það sé gott fyrir alla að reyna að allt sé ekki falt. Stundum verðum við bara að neita okkur um hluti, horfa í það hvert peningarnir okkar fara og hætta að eyða um efni fram! Finnst hálf skuggaleg sú þróun sem verið hefur hér á landi að fólk sé með margar milljónir í neyslulán. Nú koma gildi foreldrana til góðra nota; sparaðu fyrir því ef þig langar í eitthvað!

 


mbl.is Dagar ofhitnunar liðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrar

Mér finnst það hálf hjákátlegt að flokka ólíkt fólk einn flokk bara fyrir það eitt að þau eru öll foreldrar. Við erum öll misjöfn jafnt og við erum mörg bæði sem persónur og líka sem foreldrar. Við þekkjum þetta öll, við notum mismunandi uppeldisaðferðir, við höfum misjafnar reglur á heimilunum o.s.frv. Ég hef oft haldið því fram í starfi mínu sem vistforeldri að það er ekkert sem heitir barna og unglingavandamál heldur eingöngu til mismunandi foreldravandamál. Þú þarft ekki að fylla út nein eyðublöð né að sanna ágæti þitt sem manneskju áður en haldið er í barneignir. Ég tek því öllu með fyrirvara þegar er verið að tala um réttindalaust foreldri. Ég hef mikla samúð með réttindalausum foreldrum (forsjárlausum) en það er samt ástæða fyrir því að það er forsjárlaust. Er það mjög eðlilegt að foreldri sem fer með forsjá þurfi að gefa leyfi og samþykki ef sú ósk kemur fram hjá forsjárlausu foreldri um sameiginlega forsjá. Einnig þætti mér það mikilvægt ef það foreldri sem er að sækja um sameignlega forsjá gangist undir mat hjá félagsfræðingi eða sálfræðingi.

Þetta er oft mjög erfið mál því miklar tilfinningar spila þarna inn í. Margir foreldrar hafa gengið í gegnum erfiðan skilnað eða tryggðar og trúnaðar brestur hafi skapast á milli foreldra. Börnin upplifa þetta líka og getur haft varanleg áhrif á þau oft því miður til hins verra. Auðvita eiga foreldrar að geta umgengis börn sín og axlað þá ábyrgð sem því fylgir að vera foreldri hins vegar má oft líta á þessi mál líka á þann hátt að það er barninu fyrir bestu að umgangast ekki foreldri sitt.

Sem betur fer eru samt flestir prýðis foreldrar hvort þau séu í sambúð eða ekki og hafa þroska til að umgangast börn sín og barnsmóður/föður með vinsemd og virðingu með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. En það er einn og einn sem týnir sér í því að einblína á hluti sem eiga að skipta minna máli og fyrir það geldur barnið.
Foreldrar öxlum ábyrgð á velferð barna okkar og týnum okkur ekki í því sem skiptir minna máli!
Lifið heil

Bólusetning við lífinu?

Ég hef verið gjörn á það að setja spurningarmerki við bólusetningum, þó eru öll börnin mín þrjú bólusett en reyndar valdi ég það að bólusetja þau seinna við MMR sem gefin er átjan mánaða og þótti það sjálfsagt mál á minni heilsuverndarstöð. En samt set ég spurningarmerki við bólusetningar, ekki af því að ég telji þær af hinu slæma komnar heldur vegna þess að mér finnst ekki nógu kynnt fyrir fólki hvaða efni þær innihalda hvaða aukaverkanir þær geta valdið o.s.frv. Einnig tel ég að fólk eftir að búið er að kynna fyrir þeim innihald og aukaverkanir bólusetninga eigi að hafa frjálst val um hvort þær þiggur þær eður ei.

Ég bjó í Kanada á mínum menntaskólaárum. Þar var þá byrjað að bólusetja gegn lifrabólgu B hjá 17 og 18 ára krökkum. Ég fór í þessa bólusetningu ásamt mínum bekkjarfélögum án þess að ég vissi nokkuð fyrir hverju væri að bólusetja eða hvers vegna. Eftir fyrstu sprautu (bólusett er 3 með 3 mánaða millibili) fletti ég enska heitinu upp í orðabók bara svona fyrir forvitnissakir. Ég hef svo sem aldrei kennt mér meins vegna þessa en reyndar er ég í dag með óútskýranlega flogaveiki/taugasjúkdóm sem kom upp hjá mér um ári seinna og segja margir að kannski megi setja samasemmerki á milli þessarar bólusetningar og hans, ég er ekki viss sjálf og mun trúlega aldrei vita það.

Ég er samt að spá hvort verði næst farið að bólusetja gegn lífinu, ein sprauta við komuna í heiminn og hviss, bamm, búmm, gjörsssovel þú munt aldrei þurfa að upplifa neitt slæmt eða erfitt og allra síst veikindi!
Lifið heil


mbl.is Hagkvæmt að bólusetja við leghálskrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á floti alls staðar

P1002311Já víða blautt í Borgarfirði í dag. Allt á floti hér í kringum mig líkt og venjan er í svona vatnavöxtum. Hef ekki farið upp í Eskiholtsflóa en tel víst að þar sé allt ófært og vatn yfir öllu. Líklega hafa foreldrar mínir verið lengur á leiðinni til vinnu í morgun en þau hafa þurft að leggja á sig um 40 km. krók.

Hér eru meðfylgjandi myndir af túnunum mínum í engjunum og Eskiholtsveginum. Teknar í síðustu vatnavöxtum.P1002343


mbl.is Hringvegurinn opnast síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þörf fyrir kvennahreyfingu í landbúnaði?

Einsog lesa má um höfund þessarar síðu þ.e mig, þá er ég formaður grasrótarhreyfingu kvenna í landbúnaði. Mikil barátta hefur átt sér stað til að koma hreyfingunni á koppinn allir boðnir og búnir í orði, færri á borði! Ég er svo heppinn að taka við formannssæti af mjög færri félagsmála konu, konu sem hefur setið á búnaðarþingi til fjölda ára og einnig í stjórn bændasamtaka Íslands. Þessi kona heitir Sigríður Bragadóttir dugmikil kona og mikil vinkona mín líka. Sigríður hefur ávalt talið að hallað sé á hlut kvenna innan bændageirans, en vegna starfa hennar hefur staða kvenna mikið batnað sem betur fer, en ég tel samt sem áður mikið starf eftir óunnið. Jafnréttismál hafa oft verið ruglað saman við kvenréttindabaráttu en er þetta þó tvennt ólíkt en þó skyld efni. Það er einu sinni þannig að oftar hallar á konur en menn og því stór hluti jafnréttisbaráttu farið í að efla konur og berjast fyrir jöfnun kynjahlutfalla. Sú staðreynd blasir við okkur konum í bændastétt að hlutfall okkar innan landbúnaðarráðuneytis og Bændasamtakanna er vægast sagt lágt. Landbúnaðarráðuneytið hefur lægst hlutfall kvenna allra ráðuneyta á Íslandi! Bændasamtök Íslands virðast þó ekki telja svo að þörf sé fyrir kvennahreyfingu í landbúnaði alla vega ekki sem hluti af þeim, heldur frekar þá sem bara hver önnur félagsamtök sem eru aðildarfélag að B.Í. Þessu erum við konur ekki sammála það er þeim til vaxtar ef þeir standa vel að kvennahreyfingu innan sinna vébanda. Þeir geta þá nýtt tækifæri sem gefast í að efla konur s.s. að kjósa þær í nefndir og ráð á sínum vegum sem eru flestar í dag mannaðar karlmönnum. Ég tel nefnilega að konur geti komið með nýja sín á margt. Sem dæmi er kerfi okkar mjög gamaldags hvað varðar eignaraðild á býlum og aðild að búnaðarfélögum og Bændasamtökunum sjálfum. Þar þarf nýjar lausnir, ferska vinda og nýtt viðhorf!

Þessi auglýsing er úr norsku tímariti sem þýdd var og sett í bók sem Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði þýddi og heitir "Við þorum, viljum,getum".
Bóndakona óskast
Fyrir hönd eiginmanns míns óska ég eftir konu sem vill taka að sér "stöðu mín" sem bóndakona. Möguleiki á hjónabandi getur komið til greina!
Innifalin í starfinu eru venjuleg húsmóðurstörf og gæsla þriggja barna á aldrinum fjögra til átta ára. Miklir þvottar fylgja starfinu. Að auki koma tilfallandi útistörf, ásamt með fjósaverkum, tvo tíma daglega, kvölds og morgna.
Kona sem hefur áhuga á starfinu, má búast við að þurfa, í frítíma sínum, að taka þátt í skógarvinnu bóndans. Bændakvennastörfum fylgja ekki sjúkratryggingar, svo fyllstu varúðar verður að gæta við vinnuna, þar sem meiðsli munu valda búinu efnahaglsegum skaða.
Búið fær greitt orlofsfé og kröfur konunnar til þess má ræða. Sú sem ráðin verður, nýtur ekki vinnuverndarlaga, en við gerð búrekstraráætlunar og umsókna um lán til Búnaðarbankans, mun vinnuframlag hennar hafa mikla þýðingu.
Lagleg ung kona, með góða menntun og næga orku til heimillstarfa og hjúskaparlífs er æskilegust.
Umsókn merkist "SAMFÉLAGSÞRÆLL"

Ef ég væri spurð hvort þörf sé á kvennahreyfingu í landbúnaði þá væri mitt svar tvímælalaust JÁ! Vonandi verður ekki stigið skref til baka í þeim efnum innan Bændasamtaka Íslands heldur haldið áfram á þeirri góðu braut sem svo margar konur og menn hafa troðið í gegnum tíðina í átt að jafnrétti kynja!
Lifið heil


Hætt við að fari líkt og með matvælaskattinn

Ekki það að ég styðji það eindregið að skattar á bensíni lækki þá er ég ansi hrædd um að olíufélögin væru fljót að éta þá skattalækkun upp líkt og hefur gerst með virðisaukalækkunina á matvælum á síðasta ári. Þeir þykjast þurfa að hækka verð núna vegna veikingu krónunnar, hvað með lækkun þegar krónan var fáránlega sterk nánast allt síðasta ár?
Geri mér fulla grein fyrir að þessi olíuverðshækkun kemur við alla landsmenn en ég get þó ekki varist þeirri hugsun að fyrir okkur sem búum út á landi og allar vegalengdir eru óumflýjanlega lengri en í þéttbýlinu að þessar hækkanir hafi meiri áhrif hjá okkur. Sem dæmi þá keyri ég son minn til skóla og í tómstundir niður í Borgarnesi og keyri ég u.þ.b 32 km á dag. Svo keyrir maðurinn minn til vinnu líka á öðrum bíl (eigum og rekum tvo bíla líkt og aðrar vísitölufjölskyldur) og keyrir hann að meðaltali um 40 km á dag. Þannig á þessa fjölskyldu eru eknir um 72 km á dag! Er það því augljóst að bensín verð hefur mikil áhrif hér á bæ! 
mbl.is Þrýsta á lækkun eldsneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveður hið mesta

Hefði átt að vona og biðja betur um grið fyrir veðurguðunum. Skjólveggurinn minn fauk rétt eftir kaffi í dag og fjárhúsþakið fór af stað en bóndi minn og tengdafaðir negldu það niður og björguðu því sem bjargað varð og komu sér svo í hús. Hér í Borgarfirði er ekki stætt bæði vegna gríðarlegrar veðurhæðar og einnig glæra hálku. Ég vona innilega engin sé á ferli í þessu og veit að ég og mínir ætlum að hafa það rólegt hér heima og vonum að rafmagnið haldist á en það hefur verið á stöðugu flökti síðasta klukkutímann.


mbl.is Varasamt að vera úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gustar um mann

IMG00316Já enn einn stormurinn sækir í sig veðrið og ætlar að halda innreið sína til okkar. Í gær var ekki hundi út sigandi enda fékk fjórfætti vinur minn að finna fyrir því þegar hann gekk örna sinna út í hríðina. Dóttur mína þurfti að sækja á vinnuvél í leikskólann í gær því ekki var fært öðrum. Þótti erindrekanum í fjölskyldunni (AKA amma dreki) sú för það merkileg að til varð frétt sem prýddi fréttavef Skessuhornsins.
Nú er hann að byrja að blása og eikur það með hverjum klukkutímanum sem líður geri ég ráð fyrir að þetta veður verði það mesta sem um okkur hefur leikið hér enda aðstæður hinar bestu til að valda tjóni á mannvirkjum. Ég vona og bið að útihúsin standi þetta af sér enda ekki í önnur hús að vernda fyrir búpeninginn. Læt hér fylgja með mynd af gróðurhúsinu mínu og skjólveggnum tekin í vetrablíðu nú í janúar og vona að þau bæði standi einnig af sér goluna.

Miklar blikur á lofti hjá okkur bændum um þessar mundir, margar skoðanir sem ég hef á því en nenni eiginlega ómögulega að tjá mig um það núna. Vond veður sjúga úr manni allan kraft (eða allan kjaft!). Læt því staðar numið hér í dag.
Lifið heil


Ekki heil brú

Ekki er heil brú í gjörðum sumra manna! Þetta er með því alvarlegra sem hægt er að gera og ég vona að hart verði tekið á þessu.
mbl.is Flutti hey milli sauðfjárveikihólfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgardagur

Það er nokkuð ljóst að ég þurfi nú að finna mér annan slátursleyfishafa til að slátra næsta haust fyrir mig. Samúð mín liggur hjá starfsfólki Borgarneskjötvara, hæft fólk allt saman. Hef margt fleira um þetta að segja en ætla kannski að róa mig aðeins fyrst og tjá mig um þetta síðar.
Lifið heil


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband